Leita í fréttum mbl.is

Á náttborđinu

Bunkinn á náttborđinu hefur vaxiđ óhóflega. Ég kom heim í gćr eftir mánađardvöl í Kaupmannahöfn međ sautján bćkur í bakpokanum, allar útgefnar af stjórnmálafrćđideild Kaupmannahafnarháskóla. Mér leist nú ekki betur á staflann í morgun en svo ađ ég lét ţađ verđa mitt fyrsta verk ađ skreppa niđur í Eymundson og ná mér í ţrjár nýjar íslenskar skáldsögur, Rimla hugans eftir Einar Má, Bernharđ Núll eftir Bjarna Bjarnason og Konung Norđursins eftir Val Gunnarsson. Skreiđ svo aftur upp í rúm međ Bernharđ Núll og hef skemmt mér konunglega viđ lesturinn. Ţađ er alltaf sérstök stemmning í textum Bjarna.

Síđastliđnar vikur hef ég vinnunnar vegna kafađ á bólakaf í tvö lykilrit sem greina íslenskt ţjóđerni, annars vegar Íslenska ţjóđríkiđ eftir Guđmund Hálfdanarson og hins vegar doktorsritgerđ Birgis Hermannssonar, Understanding nationalism. Til ađ halda geđheilsunni hélt ég mér á floti međ ađstođ tveggja norrćna krimma á milli ţess sem ég sökti mér ofan í rannsóknir Guđmundar og Birgis. Las Tíma nornarinnar eftir Árna Ţórarinsson og Ísprinsessuna eftir Camillu Lackerg jöfnum höndum. Báđar eru fínar fyrir sinn hatt en ég gat ekki varist ţeirri hugsun hvađ söguhetjur í krimmum falla í ólík mót hvađ kynhlutverk varđar. Iđulega eru karlkyns ađalsöguhetjur hinir verstu gallagripir en ţessu er öfugt fariđ međ konurnar, í krimmum ţar sem söguhetjan er kvenkyns er hún gjarnan hrein fyrirmyndarmanneskja međ sitt á hreinu. Skrítiđ!.

Svo langar mig einnig ađ nefna hér bók Daviđs Loga Sigurđssonar, Velkomin til Bagdat, sem ég las einnig um daginn. Mćli međ henni viđ alla sem hafa áhuga á stjórnmálum í víđara samhengi en ađeins ţví sem snýr ađ okkur hér innanlands.

ES: Ég er hćttur ađ gefa einstaka bókum stjörnur í bókaumfjöllun hér á síđunni, finnst ţađ hreinlega ekki viđeigandi. Er ţví líka búinn taka út listann sem hér hefur veriđ ađ finna međ stjörnugjöf yfir nýlesnar bćkur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband