Leita í fréttum mbl.is

Jónas í húsi Jóns

Í kvöld fer fram í Jónshúsi í Kaupmannahöfn hátíđardagskrá til ađ minnast tvö hundruđ ára afmćlis Jónasar Hallgrímassonar. Jónas fćddist á Íslandi 16. nóvember 1807. Hann kom til Kaupmannahafnar 1932 og dó af slysförum hér í borg 26. maí 1845. Ţessa sögu ţekkja allir Íslendingar og enn ţann dag í dag má sjá sorgbitna landa vora stjákla fyrir utan St. Pederstrćde 140 ţar sem Jónas hrasađi niđur stiga á leiđ upp í herbegiđ sitt og fótbrotnađi. Sumir ráfa ráđleysislega um fyrir utan, ađrir láta duga ađ standa hnípnir hinum megin viđ götuna og íhuga örlög Jónasar og íslensku ţjóđarinnar en saga skáldsins er löngu orđin sameign allra Íslendinga. Nokkrir árćđa jafnvel ađ hringja bjöllu og fá ađ skođa stigann örlagaríka. Danskir vegfarendur geta kannski haldiđ ađ ţetta séu útigangsmenn, geđsjúklingar eđa jafnvel ţjófar ađ leita ađ heppilegri inngönguleiđ í húsiđ en íbúarnir eru alvanir ađ finna fyrir utan húsiđ sitt Íslendinga í uppnámi yfir ţessu hrođalega slysi sem varđ fyrir 162 árum. Daginn eftir dó sjálfur ástmögur íslensku ţjóđarinnar á dönsku sjúkrahúsi, ađeins 37 ára gamall.

Í dag, á tvö hundruđ ára afmćli Jónasar, fer fram í Ţjóđleikhúsinu heima á Íslandi vegleg minningarhátíđ um ćvi og örlög Jónasar en ţađ er ekki síđur viđ hćfi ađ halda á sama tíma minningarhátíđ í Jónshúsi, hér í Kaupmnannhöfn. Ţar mćtast tveir helstu jöfrar íslenskrar sjálfstćđisbaráttu og ţjóđmenningar, Jón Sigurđsson forseti og ţjóđđskáldiđ Jónas Hallgrímsson. En semsé, í kvöld verđur Jónas heiđursgestur í húsi Jóns. Lengi vel áttu Íslendingar ađeins ţetta eina hús í Kaupmannahöfn en nú eiga íslenskir viđskiptamenn bćđi Hotel D‘Angleterre, Magasin og allt hitt drasliđ sem keypt hefur veriđ undanfarin ár. (Ađ vísu vantar enn Hviids og Tivoli í safniđ en ţađ er önnur saga).

Ţeir Jón og Jónas voru ađ mörgu leyti ólíkir menn en báđir skynjuđu ţeir kall tímans. Ţeir voru réttir menn á réttum stađ á réttum tíma. Í kjölfar frönsku stjórnarbyltingarinnar og Upplýsingarinnar hrundu einveldi Evrópu hvert af öđru undan kröfu um lýđrćđi og sjálfstjórn ţjóđa. Frjálslyndisstefnan hélt innreiđ sína og undir miđja nítjándu öld tók ţjóđríkiđ viđ sem grunneining í ríkjakerfi Evrópu. Ţessa hugmyndastrauma notuđu ţeir Jón og Jónas í baráttu sinni fyrir sjálfstćđi Íslands. Jón Sigurđsson útbjó hinn lagalega málatilbúnađ sem Íslendingar byggđu kröfur sínar á og Jónas bjó til ofurrómantíska hugmynd um hina sérstöku íslensku ţjóđ sem mátti muna fífil sinn fegurri.

Evrópska frjálslyndisstefnan fól í sér hvoru tveggja kröfu um frelsi einstaklingsins og frelsi ţjóđa. Danir vildi áfram halda Íslandi innan danska ríkisins en danska stjórnin hafđi ţónokkurn áhuga á ađ auka viđ frelsi manna innanlands á Íslandi. Öfugt viđ Dani höfđu Íslendingar lítinn áhuga á einstaklingsfrelsi en ţeim mun meiri áhuga á frelsi ţjóđarinnar, sem enn skýrir margt í íslenskri stjórnmálaumrćđu dags daglega. Andstađa viđ viđskiptafrelsi og atvinnufrelsi innanlads var á sínum tíma um leiđ einhvers konar andstađa viđ danska yfirstjórn.

Heima á Ţingvöllum hvílir ágćtur danskur slátrari sem Íslendingar hylla svo fallega hvert ár á 17. Júní. Fyrir hátíđina í kvöld ćtla ég hins vegar ađ ađ rölta út í Assistens krikjugarđ á Norđurbrú og heilsa upp á hann Jónas sem ţar hvílir lúin bein. Eftir hátíđina er svo réttast ađ kíkja yfir á Hviids og skála nokkuđ hressilega fyrir ţjóđskáldinu. Háa skilur hnetti/ himingeimur,/ blađ skilur bakka og egg;/ en anda sem unnast/ fćr aldregi/ eilífđ ađ skiliđ.

24 stundir, 16. nóvember 2007.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband