Leita í fréttum mbl.is

Trúnaðarbrestur er stórt orð

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því þannig að trúnaðarbrestur hafi orðið í meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Trúnaðarbresturinn klýfur meirihlutann í tvennt. Öðru megin eru  borgarstjóri, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og trúnaðarmenn þeirra. Hinum megin brestsins eru aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, - og eiginlega allir forystumenn beggja flokka á landsvísu. Trúnaðarbrestur er stórt orð og ljóst að það mun ekki gróa um heilt á næstunni. Sama hvað menn segja í fjölmiðlum.

Einhverra hluta vegna hafa fulltrúar Samfylkingarinnar ekki haft sig mikið í frammi í þessu mál. Nú væri þó lag fyrir Dag að bjóða Hönnu Birnu eða Gísla Marteini borgarstjórastólinn ef þau væru til í að skilja Björn Inga eftir í minnihluta. Ég veit að margir Sjálfstæðimenn hafa ímugust á stjórnarháttum samstarfsflokksins í borginni sem hefur einhvern vegin borað sig inn í borgarkerfið og smogið út um allt þrátt fyrir hverfandi fylgi. Jafnvel forysta Framsóknarflokksins vill ekki einu sinni bera ábyrgð á sínum mönnum í borginni, svo langt er þetta gengið.

Vandinn við uppstokkun af þessu tagi yrði að finna sómasamlega útgönguleið fyrir Vilhjálm. Þrátt fyrir alla vitleysuna er flestum enn nokkuð hlýtt til gamla góða Villa, eins og hann kallar sig stundum, og því ekki hægt að fleygja honum út eins og notaðri gólftusku. Það getur verið að svona vendingar hljómi langsótt, en annað eins hefur nú gerst í íslenskum stjórnmálum.

Það verður allavega spennandi að fylgjast með framhaldinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband