9.10.2007 | 16:52
Trúnaðarbrestur er stórt orð
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því þannig að trúnaðarbrestur hafi orðið í meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Trúnaðarbresturinn klýfur meirihlutann í tvennt. Öðru megin eru borgarstjóri, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og trúnaðarmenn þeirra. Hinum megin brestsins eru aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, - og eiginlega allir forystumenn beggja flokka á landsvísu. Trúnaðarbrestur er stórt orð og ljóst að það mun ekki gróa um heilt á næstunni. Sama hvað menn segja í fjölmiðlum.
Einhverra hluta vegna hafa fulltrúar Samfylkingarinnar ekki haft sig mikið í frammi í þessu mál. Nú væri þó lag fyrir Dag að bjóða Hönnu Birnu eða Gísla Marteini borgarstjórastólinn ef þau væru til í að skilja Björn Inga eftir í minnihluta. Ég veit að margir Sjálfstæðimenn hafa ímugust á stjórnarháttum samstarfsflokksins í borginni sem hefur einhvern vegin borað sig inn í borgarkerfið og smogið út um allt þrátt fyrir hverfandi fylgi. Jafnvel forysta Framsóknarflokksins vill ekki einu sinni bera ábyrgð á sínum mönnum í borginni, svo langt er þetta gengið.
Vandinn við uppstokkun af þessu tagi yrði að finna sómasamlega útgönguleið fyrir Vilhjálm. Þrátt fyrir alla vitleysuna er flestum enn nokkuð hlýtt til gamla góða Villa, eins og hann kallar sig stundum, og því ekki hægt að fleygja honum út eins og notaðri gólftusku. Það getur verið að svona vendingar hljómi langsótt, en annað eins hefur nú gerst í íslenskum stjórnmálum.
Það verður allavega spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson