Leita í fréttum mbl.is

Góð Veðramót

Sá Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur í gærkvöldi. Það er skemmst frá að segja að Veðramót er frábær bíómynd sem á brýnt erindi við alla Íslendinga í dag. Ég hafði auðvitað tekið eftir öllum þeim loflegu umsögnum sem hafa birst um myndina undanfarna daga, engu að síður kom myndin mér rækilega á óvart. Umfjöllunarefni myndarinnar er viðkvæmt og fjallar að hluta til um sanna atburði. Guðný beitir ljúfsárri kómík til að varpa ljósi á skelfilegar brotalamir sem voru (og eru kannski enn?) í íslensku samfélagi. Þetta er vandmeðfarið efni en Guðný ber augsjáanlega umhyggju og virðingu fyrir persónunum í myndinn. Líklega er það þess vegna að henni tekst svona vel upp.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband