Leita í fréttum mbl.is

Jesús og Múhameð

Menn hafa verið að bera saman Jesú-auglýsingu Símans og skopmyndamálið í Danmörku. Það eru vissulega ákveðin líkindi með báðum þessum málum - skopast með trúarbrögð - en það er líka margt ansi ólíkt. Enginn velkist í vafa um að auglýsing Jóns Gnarr er gerð af góðum hug, hvernig svo sem til hefur tekist. Ritstjóri Jótlandspóstsins pantaði hins vegar og birti skopmyndirnar af Múhameð bókstaflega til að ögra múslimum. Myndbirtingin kom inn í viðkvæmt andrúmsloft sem einkenndist af togrsteytu og gagnkvæmum ótta milli múslima í Danmörku og kristinna Dana. Á þessu tvennu er auðvitað reginmunur. Öfugt við trú múslima er auk þess ekkert í kristinni trú sem bannar að birta myndir af spámanninum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband