Leita í fréttum mbl.is

Alþjóðlegur dagur flóttamanna

Í dag er alþjóðlegur dagur flóttamanna. Í dag íhugum við stöðu allra þeirra sem eru neyddir til að dvelja fjarri heimkynnum sínum. Oft við hörmulegar aðstæður. Í gær var baráttudagur kvenna á Íslandi. Fjölmiðlarnir voru réttilega fullir af fréttum um stöðu kvenna og margir töluðu um nauðsyn þess að bæta hlutfall kvenna í stjórnum einkafyrirtækja. Ég hef hins vegar ekki séð eina einustu frétt í íslenskum miðlum um skelfilega stöðu flóttamanna á þessum alþjóðlega baráttudegi flóttamanna. Því miður býður mér í grun að dagurinn muni líða án þess að nokkur fjölmiðlungur sjái nokkra ástæðu til að segja frá degi flóttamanna eða stöðu þeirra yfirleitt. Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband