Leita í fréttum mbl.is

Philip Roth: The plot against America

Lauk í gærkvöldi við bók Philip Roth The plot against America. Bókin er einskonar spádómur um hvað hefði gerst ef einangrunarsinnuð öfl andstæð gyðingum hefðu náð völdum í Bandaríkjunum árið 1940. Roth lætur Charles Lindberg, flugkappa, og vin Þýskalands Hitlers, komast til valda og svo lætur hann álíka andúð á gyðingum og varð í Þýskalandi smám saman þróast í Bandaríkjunum. Þetta er ansi magnað söguefni og sýnir ljóslega að stundum koma upp þær aðstæður að alþjóðasamfélagið verður að grípa inn í með vopnavaldi. Það er engin leið að hugsa þá hugsun til enda ef Bandaríkin hefðu ekki komið lýðræðisríkjum Evrópu til hjálpar í síðari heimstyrjöldinni. Hér komum við einmitt að helsta galla bókarinnar. Roth þorir nefnilega ekki að láta söguefni sitt ganga alla leið og lætur duga að Bandaríkin fresti afskiptum sínum. Fyrir vikið verður bókin ekki jafnmögnuð og söguefnið gæti gefið til kynna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband