Leita í fréttum mbl.is

Geir er gísl Framsóknar

Því er haldið fram að Geir H. Haarde hafi alla þræði í hendi sér varðandi stjórnarmyndun. Það er að mínu viti rangt. Staðan er miklu flóknari. Jón Sigurðsson og Framsóknarflokkurinn hafa líka ýmsa þræði í sínum höndum. Eins og alltaf. Geir er í raun gísl Framsóknarflokksins. Í pólitísku tilliti er ekkert sérstaklega heppilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda samstarfinu við Framsókn áfram. Það gæti orðið óvinsælasta ríkisstjórn síðari tíma, enda umboðslítil, og komið niður á Sjálfstæðisflokknum þegar líður á kjörtímabilið. Geir á hins vegar afar erfitt um vik með að slíta samstarfinu og hefja viðræður við annað hvort Samfylkingu eða Vinstri græna. Geri hann það þá getur Jóns Sigursson hæglega svarað með því að bjóða Samfylkingu og Vinstri grænum upp á stjórn samkvæmt Reykjavíkurlistamódelinu, sem báða flokka dreymir um. Það er því miklu heldur í hendi Framsóknarflokksins að skáka Sjálfstæðisflokknum út af borðinu .
mbl.is Flestir vildu stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband