Leita í fréttum mbl.is

Hættum að væla

Að kvarta undan góðu gengi þjóða frá fyrrum Austur-Evrópu í Evróvisionkeppninni er eins og að kvarta undan góðu gengi Suður-Ameríku ríkja í heimsmeistarakeppni í fótbolta. Þetta er bara væl. Eiginlega alveg ömurlegt væl. Maður fær kjánhroll yfir þessu. Það eru miklu fleiri ríki Austur-Evrópu, eins og Evrópa var skilgreind í kalda stríðinu, heldur en í gömlu Vestur-Evrópu. Því er fullkomlega eðlilegt að það séu mun fleiri ríki frá Austur-Evrópu í lokakeppninni. Og síðast þegar ég vissi voru sigurvegarar keppninnar í fyrra, Finnar, í Vestur-Evrópu. Á hverju ári, þegar íslandi gengur illa, byrjar líka bullið um að Austur-Evrópuþjóðir búi bara til hallærislega tónlist. Ég er ekki viss um að það sé rétt. Tónlistarsmekkur er sem betur fer misjafn bæði í tíma og rúmi. Eða hvað, er norræn tónlist virkilega svona æðislega kúl?


mbl.is „Austurblokkin á þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband