4.5.2007 | 11:14
17 mars 2001
17. mars 2001 var hátíðlegur dagur. Í fyrsta sinn í langan tíma átti að fara fram allsherjarkosning meðal íbúa í Reykjavík. Íbúalýðræði hefur mikið verið rómað og margir alið með sér þá fallegu hugsjón að almenningur fengi beina aðkomu að ákvörðun stórra mála sem alla snertir. Það átti að kjóasa um framtíð flugvallarins í Reykjavík. Að vísu höfðu borgaryfirvöld samið um veru flugvallarins í Vatnsmýri fram til ársins 2016 en eigi að síður átti kosningin að vera ákvarðandi um hvort flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýri til framtíðar eða færi þaðan þegar samningurinn rynni út.
Þetta var allt til mikillar fyrirmyndar og við vorum öll voðalega spennt fyrir því að fá loks að kjósa sjálf um þetta mikilvæga mál. Breski herinn hafði í miðju stríði lagt þennan skaðræðisflugvöll í miðbæ Reykjavíkur og heft með því móti eðilega þróun borgarinnar. Breski herflugvöllurinn þrengdi svo að miðborginni að með aukinni fólksfjölgun hopaði byggðin upp til fjalla, holta og heiða. Til varð bílaborg að amerískri fyrirmynd. Við þekkjum þessa sögu.
Vakning hafði orðið meðal íbúa Reykjavíkur. Menn sáu að flugvöllurinn yrði að víkja fyrir fólkinu, við yrðum að fá þetta land til að bjarga borginni okkar frá ömurleika amerískra bílaborga. Einhverra hluta vegna sáu stjórnmálamennirnir, margir hverjir, hins vegar öll tormerki á því að Reykjvíkingar fengju að endurheimta stríðsskaðann í miðborginni. Mikið var deilt. Inni í stjórnkerfinu var málið komið í hnút. Framsýnir stjórnmálamenn í Reykjavík ákváðu loks að láta fólkið sjálft kjósa um framtíð flugvallarins. Allir voru sáttir við það. Fyrirmyndarleið til að kljá út um málið. Lýðræðislegt.
Við vorum öll voðalega glöð þegar við skunduðum á kjörstað. Þetta var ekki aðeins fyrsta íbúakosningin í langan tíma, heldur einnig í fyrsta sinn sem kosið var með rafrænum hætti.
Tölvuvæðingin hafði lengi falið í sér loforð um möguleika á beinu lýðræði. Þarna var það loks komið. Við kusum, hvert með sínu nefi. Niðurstaðan var skýr. Meirihluti borgarbúa kaus flugvöllinn burt úr Vatnsmýri. Að vísu var kjörsókn ekki mjög mikil. Þriðjungur mætti. Kosningin var því ekki langalega bindandi. En eins og á við um allar lýðræðislegar kosingar var hún alveg jafn siðferðislega bindandi. Þeir ráða sem láta sig málið varða. Við vorum því ekki í vafa um að flugvöllurinn færi. Áttum jafnvel von á að Sturla Böðvarsson færi beinustu leið út í mýri að moka flugvellinum burt úr miðbænum. Eins og meirihluti kjósenda hafði sagt honum að gera. En hvað gerðist? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Sex árum síðar er enn jafnmikil óvissa um framtíð flugvallarins. Núverandi borgaryfirvöld láta jafnvel eins og þessi kosning hafi aldrei farið fram. Lýðræðislegt? Varla.
Fyrir skömmu skilaði starfshópur um framtíð flugvallarins skýrslu. Niðurstaðan var alveg jafn skýr og íbúakosningin um árið. Flugvöllurinn á ekki að vera í miðbænum. Það er langsamelga lakasti kosturinn. Samkvæmt skýrslunni er hagkvæmast að hafa hann á Hólmsheiði. Nærtækast er þó að færa flugið til Keflavíkur og sameina það alþjóðafluginu. Búa til miðstöð flugs á Íslandi. Þá þurfa íbúar landsbyggðarinnar ekki lengur að drösla sér úr Skérjafirði til Keflavíkur á leið úr landi. Í liðinni viku gerðist það að öflugur bæjarstjóri í Reykjanesbæ, flokksmaður samgönguráðherra, leggur til að lögð verði hraðlest frá höfuðborgarsvæðinu út á flugvöllinn í Keflavík. Með því móti væri hægt að færa allt flug þangað. Ferðin tæki aðeins um tuttugum mínútur, sem er álíka og það tekur að keyra ofan úr Breiðholti út á núverandi flugvöll í Vatnsmýrinni.
Hér blasir lausin semsé við. Hver voru viðbrögð samgönguráðherra? Í Fréttablaðinu hafði Sturla þetta eitt að segja: Það er alltaf gaman að heyra af hugmyndum bjartsýnismanna. Jahá. Það var allt og sumt.
Þessi grein birtist í Blaðinu i dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson