10.4.2007 | 09:25
Umfjöllun um umfjöllun
Jón Baldvin Hannibalsson ritar heilmikinn ritdóm, heila opnu, um bókina mína, Opið land, í Morgunblaðið í dag. Fyrir utan almenna og heldur jákvæða umfjöllun um bókina er hann fyrst og fremst að ræða Evrópupólitík Sjálfstæðisflokksins og samskipti sín við Davíð Oddson í ríkisstjórn árin 1991 til 1995.
Margt ansi áhugvert kemur fram í grein Jóns. Jón er ekki sammála mér að öllu leyti, sem er auðvitað bara betra. Hann er til að mynda ekki sammála þeirri greiningu minni að erfiðleikar í samskiptum Jóns og Davíðs hafi orðið til þess að Davíð hafi brugðist illa við þegar utanríkisráðherrann hóf að tala fyrir ESB-aðild án þess að hafa borið það undir forsætisráðherrann. En í bókinni leiði ég líkur að því að hörð andstaða Davíðs við ESB (Davíð hafði áður talað fyrir inngöngu Íslands í ESB) hafi að einhverju leyti verið viðbragð við frumkvæði Alþýðuflokksins í málinu. Eftir því sem umræðan um þennan litla þátt í bókinni (bókin fjallar að mestu um allt aðra hluti) hefur orðið meiri er ég þó jafnvel sannfærðari en áður um að erfiðleikar í samskiptum leiðtoganna tveggja, sem á þessum tíma voru svo gott sem hættir að tala saman, hafi haft sín áhrif á framgang málsins. Hvort það hafi haft úrslitaáhrif skal ósagt látið.
Jón er heldur ekki sammála mér um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi að grunni til verið alþjóðasinnaður flokkur og fylgjandi fjölþjóðlegu samstarfi. Jón heldur því þvert á móti fram að Sjáflstæðisflokkurinn hafi alltaf verið einangrunarsinnaður hagsmunagæsluflokkur. Eigi að síður er það svo að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem barðist fyrir þátttöku Íslands í samstarfi vestrænna ríkja í NATO og það var Sjáflstæðisflokkurinn sem vann ötullega að aðild Íslands að EFTA á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti einnig EES-samninginn þótt það hafi vissulega verið Alþýðuflokkurinn sem dreif málið áfram. Ég stend því við þá ályktun mína að óhemju hörð andstaða Davíðs gegn ESB hafi að einhverju leyti gengið gegn hefð flokksins þegar kemur að vestrænu samstarfi.
Hins vegar er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað margþættur og hefur ansi margar vistarverur og því er kannski örðugt að alhæfa mikið út frá einstaka málum. Kannski eru svona vangaveltur því bara einhvers konar samkvæmisleikur. Sem er svo sem heldur ekkert verra.
Þetta er svona.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson