Leita í fréttum mbl.is

Útgáfudagurinn

Einhverjir hafa verið að biðja um upplýsingar um bókina mína Opið land, sem formlega kemur út í dag. Skrudda hefur sett upp upplýsingasíðu um bókina hér.

Var annars að fatta það að ég hef sent frá mér bók annað hvert ár það sem af lifir öldinni. Haustið 2001 kom út bókin Ísland í Evrópu, sem var einskonar greining á mögulegum samningsmarkmiðum Íslands í aðildarviðræðum við ESB. Ég ritstýrði bókinn en tólf aðrir höfundar áttu efni í henni ásamt mér. Fyrsta bókin sem ég skrifaði sjálfur kom út hjá Háskólaútgáfunni haustið 2003. Það var bókin Evrópusamruninn og Ísland, leiðavísir um samrunaþróun Evrópu og stöðu Íslands í evrópsku samstarfi. Haustið 2005 kom svo út eftir mig skáldsagan Glapræði hjá Skruddu forlagi. (Ég bloggaði um þá bók um daginn í þessari færslu hér.) Í dag kemur svo út bókin Opið land - staða Íslands í samfélagið þjóðanna, einnig hjá Skruddu.

Þetta er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband