Leita í fréttum mbl.is

Faðir krónprinsessunnar er látinn

Aftenposten segir frá því að faðir Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, Sven O. Høiby, er látinn. Þegar ég bjó í Noregi fyrir nokkrum árum flutti ég vikulega pistla í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og þurfti nokkrum sinnum að greina frá samskiptavandræðum þeirra feðgina. Eftir að Mette-Marit giftist inn í norsku konungsfjölskyldunna gerðist faðir hennar, vandræðagemsi og drykkjuhrútur, helsti heimildarmaður slúðurpressunnar og lak ýmsu misjöfnu um einkahagi prinsessunnar. Var meðal annars á launum við þetta hjá Séð og Heyrt þeirra Norðmanna um tíma. Sven var ansi litríkur karakter og hélt því alltaf fram að fjölmiðlar hefðu fyrst og fremst áhuga á honum sem persónu en ekki sem föður krónprinsessunnar. Það var auðvitað fráleitt en sjálfum þótti mér hann mun áhugaverðari karakter heldur en þetta kóngaslekti allt saman. Frómt frá sagt er það upp til hópa leiðindapakk. Sven gaf lífinu í Noregi lit. Blessuð sé minnig hans.

Sjá frétt Aftenposten: http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article1701202.ece


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband