Leita í fréttum mbl.is

Erindi berindi

Hugvísindaþingið, sem haldið var í HÍ á föstudag og laugardag, tókst afskaplega vel. Mér þóttu erindi félaga minna í málstofu um innflytjendamál sérstaklea áhugaverð. Ástríður Stefánsdóttir fjallaði um reynslu sína við að meðhöndla sjúklinga úr hópi innflytjenda og Unnur Dís Skaptadóttir fjallaði um sjálfsmynd innflytjenda á Íslandi, hvernig það er að lifa á teimur stöðum í einu. Ég fjallaði hins vegar um afstöðu okkar Íslendinga til innflytjenda og spurði: Hvers vegna óttumst við innflytjendur?

Ég fór svo í Silfur Egils á sunnudag til að tala um erindið. Mætti þar Magnúsi Þór Hafsteinssyni sem sat í stúdíóinu þegar ég kom inn. Það er alltaf erfiðara að koma upplýsingum á framfæri þegar maður þarf að þrasa við pólitískusa í leiðinni. Þeir sem hafa áhuga geta nálgast glærunar úr fyrirlestrinum hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband