Leita í fréttum mbl.is

Leikrit ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin hefur undanfarna daga boðið kjósendum upp á dulítið leikrit. Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið og verið gagnrýndur fyrir að vera of leiðitamur Sjálfstæðisflokkum í ríkisstjórn. Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn hafi fengið leyfi til að nota lítilsháttar ágreining um stjórnarskrárákvæði um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindum til að sýna kjósendum fram á sjálfstæði sitt í ríkisstjórnarsamstarfinu. Til að látast vera harður á sínu. Til að sýna fram á að flokkurinn er ekki bara taglhnýtingur íhaldsins. Allur gangur málsins vekur manni grun um að aldrei hafi verið nokkur alvara í þessu máli. Hvorki hjá forystumönnum Framsóknar né forystumönnum Sjálfstæðisflokks. Skýringuna á þessum lauflétta ærslaleik sem settur var á svið  stjórnmálanna örskamma stund má kannski finna í þeirri oggulitlu staðreynd að það eru kosningar í nánd.

Þetta er svona.


mbl.is Þjóðareign í stað sameignar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband