Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna óttumst við innflytjendur?

Hugvísindaþing verður haldiði í Háskóla Íslands á föstudag og laugardag. Ég verð með erindi í málstofu um innflytjendamál á laugardag kl. 14:30. Í erindinu spyr ég hvers vegna við óttumst innflytjendur? Þessi spurning er ekki síst áhugaverð í ljósi þess að hér á landi hafa ekki verið nein vandræði með innflytjendur. Þvert á móti sýna rannsóknir að þeir Íslendingar sem fyrir voru hafa hagnast á auknum fjölda verkafólks sem komið hefur til landsins á liðnum árum. Eigi að síður hefur orðræðan í innflytjendaumræðunni, sem gaus upp síðastliðið haust þegar Frjálslyndi flokkurinn tók stöðu gegn innflytjendum, einkennst af ótta og jafnvel andúð í einstaka tilvikum. Í erindinu ætla ég meðal annars að skoða hvað það er í íslensku þjóðerni sem veldur þessum ótta. Í lok erindisins ætla ég svo að leyfa mér að setja fram fjórar tillögur sem er ætlað að stuðla að farsælli sambúið innfæddra og innflytjenda á Íslandi. Meira um þær á þinginu sjálfu.
Þeir sem hafa áhuga geta lesið allt um þingið hér: http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_thing_2007.
Hér eru svo útdrættir úr erindum framsögumanna: http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_Utdraettir%20erinda

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband