Leita í fréttum mbl.is

Hvað með einstæða feður?

Oddný Sturludóttir er með efnilegri stjórnmálamönnum sem nýlega hafa komið hafa fram á svið stjórnmálanna. Í grein í Morgunblaðinu í dag vitnar hún í stefnuyfirlýsingu frá nýafstöðnu ársþingi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Hún segir að Samfylkingin vilji "Bæta stöðu ungra einhleypra mæðra, meðal annars með því að tryggja rétt þeirra til að ljúka námi í framhaldsskóla með náms- og framfærslustyrk, óháð búsetu." Það er auðvitað gott og gilt að vilja bæta stöðu einstæðra mæðra en hvers vegna vill Samfylkingin ekki líka bæta stöðu ungra einhleypra feðra, meðal annars með því að tryggja rétt þeirra til að ljúka námi í framhaldsskóla með náms- og framfærslustyrk, óháð búsetu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband