Leita í fréttum mbl.is

Glaprćđi

84glapraediFór á bókamarkađinn í Perlunni í gćr og keypti sex bćkur. Sá ţar líka bókina mína, Glaprćđi, sem kom út fyrir jólin 2005, á spottprís. Ţetta er stutt skemmtisaga um ráđviltan embćttismann í Reykjavík sem söđlar um í lífi sínu. 

Ţađ var annars merkileg reynsla ađ gefa út skáldsögu, en ég er vanari ađ fást viđ frćđiskrif. Umstangiđ í kringum frćđibćkur er allt öđru vísi og lágstemmdara en í skáldskapnum. Ţađ birtust, eftir ţví sem ég best veit, fjórar umsagnir um Glaprćđi á sínum tíma í helstu prentmiđlum. Fyrsti dómurinn var mjög loflegur og bókin sögđ bráđskemmtileg. Nćstu tveir ritdćmendur voru hins vegar gjörsamlega ósammála ţeim fyrsta og tćttu bókina í sig, sögđu hana alvonda, eđa svo gott sem. Vikuna eftir varđ ég ađ ganga um bćinn međ hauspoka á höfđinu. Vondu dómarnir höfđu einnig sýnileg áhrif á söluna. Síđasta umsögnin birtist ekki fyrr en eftir jól og var mjög lofsamleg, bókin var sögđ virkilega skemmtilegt. Og viti menn, ekki svo löngu eftir áramótin var bókin komin í sjötta sćti á metsölulista Pennans-Eymundson. Sjálfur hef ég ekki hugmynd um hvort góđu dómarnir eđa ţeir vondu sé réttari lýsing.

En semsé, ţeir sem hafa áhuga á ađ meta ţađ sjálfir geta nú fengiđ bókina á spottprís á bókamarkađinum í Perlunni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband