2.3.2007 | 09:17
Ísland verður áfram Evrópumeistari í háu matvælaverði
Matvælaverð lækkaði í gær. Það er vissulega rétt að byrja þessa grein á að fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að lækka matvælaverð. Ég geri heldur enga athugasemd þótt þessar aðgerðir komi fram fyrst núna, rétt tólf mínútum fyrir kosningar. En því miður er staðreyndin eigi að síður sú að aðgerðirnar eru allt of takmarkaðar. Þær taka alls ekki á hinum eiginlega vanda. Því miður munu þær duga allt of skammt til að koma hér á eðlilegu matvælaverði.
Gott skref ...
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú fela fyrst og fremst í lækkun á virðisaukaskatti og afnámi vörugjalda á fjölmargar vörutegundir. Sem er sannarlega gott skref og í hárrétta átt. Til viðbótar hefur ríkisstjórnin kynnt til sögunnar fjörutíu prósenta lækkun tolla og rýmkum á tollkvótum á sumum innfluttum matvælum.
Tollalækkunin, sem ætti samkvæmt öllu að vera langmikilvægasta aðgerðin, missir því miður marks. Þrátt fyrir að það hljómi óneitanlega vel að lækka tolla um heil fjörutíu prósent þá mun það hafa lítil áhrif. Sú aðgerð er því miður lítið annað en blekking. Tollarnir verða nefnilega eftir sem áður svo háir að innflutningur verður áfram óhagkvæmur. Og þar sem tollkvótarnir eru seldir hæstbjóðanda þá heldur það verðinu áfram uppi. Ókleifir tollamúrar og aðrar innflutningshömlur, sem til að mynda birtast í formi óhemju flókins reglugerðafargans, munu áfram halda matvælaverði of háu á Íslandi.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú eru eiginlega eins og að gefa botlangasjúklingi verkjatöflu þegar uppskurðar er þörf. Það getur verið að verkjataflan slái á óþægindin en hún læknar ekki sjúkdóminn.
... en dugar of skammt
Gerum smá samanburð. Samkvæmt mati Hagstofunnar var verð á matvælum og óáfengum drykkjarvörum á Íslandi 62 prósent yfir meðalverði í Evrópusambandinu árið 2005. Noregur mældist næst á eftir Ísland, 52 prósent yfir meðaltalinu. Sviss kom þar á eftir, 40 prósentum yfir meðaltali. Matvælaverð á þeim Norðurlandanna sem eru í ESB, og Ísland á að geta borið sig saman við, var hins vegar töluvert ódýrara en á Íslandi. Þó reyndust þau öll nokkuð yfir meðaltalsverðinu. Danmörk reyndist 30 prósent yfir meðaltalsverði, enda er virðisaukaskattur þar í landi einkar hár, en matvælaverð í Svíþjóð var hins vegar aðeins tólf prósent af meðaltalsverði í ESB. Í Finnlandi var verðið ívið hærra, eða 16 prósent.
Fyrir lækkunina í gær var Ísland Evrópumeistari í háu matvælaverði. Hagstofan gerir ráð fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú muni lækka matvælaverð um níu prósent. Fjármálaráðherra vonast að vísu til að lækkunin verði meiri, en hans eigin Hagstofa segir það semsé vera óskhyggju hjá ráðherranum. Framangreindur samanburður sýnir að því miður er líklegt að við munum halda hinum vafasama titli þrátt fyrir níu prósenta lækkun í gær.
Ofverndunarárátta
Landbúnaður á Íslandi er líklega ein aflokaðasta atvinnugrein í heimi. Til að mynda eru fáar kjötafurðir sem komast yfir tollamúrana og í gegnum reglugerðafarganið Þetta skrýtna kerfi hefur ekki aðeins skilað einu allra hæsta matvælaverði í heimi heldur eru bændur jafnframt meðal snauðustu starfsstétta landsins. Í því ljósi má spyrja hvort það sé einber tilviljun að landbúnaður er einmitt sá atvinnuvegur á Íslandi sem er hvað lokaðastur gagnvart útlöndum?
Þessi grein birtist í Blaðinu í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson