Leita í fréttum mbl.is

Dönsk Charlotte verður norsk Tove

Undanfarin sex sunnudagskvöld hef ég fylgst með örlögum Tove Steen í norska stjórnmáladramanu Við kóngsins borð sem Ríkissjónvarpið hefur sýnt. Lokaþátturinn var í kvöld. Norsku þættirnir eru í raun lítið sminkuð eftirlíking af Krónprinsessunni eftir hina dönsku Hanne Vibeke Holst. Þrátt fyrir að ýmsu sé breytt þá er þetta efnislega nákvæmlega sama sagan. Samt hef ég ekki orðið var við neina beina tilvitnun í Krónprinsessuna. Sem mér finnst dálítið skrítið. En hvað um það. Að mínu vitu er hin danska Charlotte mun áhugaverðari karakter heldur en norska eftirlíkingin. Sænska sjónvarpið hefur líka gert þætti upp úr Krónprinsessunni og breytti ekki öðru heldur en að færa sögusviðið frá Kaupmannahöfn yfir til Stokkhólms. Ég leyfi mér að skora á Ríkissjónvarpið að sýna sænsku þættina næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband