Leita í fréttum mbl.is

Fylgi á flakki

Ekki er að undra að greinendur skoðanakannana klóri sér í hausnum þessa dagana. Könnunum fer nú fjölgjandi í aðdraganda kosninga en þær allra síðustu hafa sýnt ansi misvísandi niðurstöðu.

Aðeins tvær skýringar eru á því; annað hvort er svona mikið  flot á fylginu eða að einhverjar kannanirnar eru beinlínis rangar. Tölfræðin er erfið skepna og vissulega má gera ráð fyrir að einhverjar kannanirnar vísi í vitlausa átt. Aðferðafræðin er misjöfn og skekkjumörk í sumum tilvikum svo víð að tæpast er hægt að alhæfa mikið út frá einstaka könnunum.

En þegar kannanirnar eru lagðar saman má ljóst liggja að í aðdraganda komandi kosninga er óvenju mikið los á fylginu. Fólk er einfaldlega ekki búið að gera upp hug sinn. Aðeins ríflega helmingur aðspurðra treystir sér til að nefna ákveðinn flokk og þeim til viðbótar eru greinilega margir sem svara af lítilli sannfæringu. Flæði fylgis milli flokka sýnir það.

Það verður því spennandi að fylgjast með komandi könnunum. Eins og ég nefndi í pistli fyrir helgi, sem lesa má hér að neðan, þá er það eina sem er víst, að ekkert er víst.

Þetta er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband