Leita í fréttum mbl.is

Safnþró fallistana

Þetta fer að verða dásamlegur söfnuður í Frjálslynda flokknum. Safnþró manna sem hafa orðið undir í öðrum stjórnmálaflokkum og komast hvergi annars staðar að.

Fyrst fór Gunnar Örlygsson úr flokknum og svo hentu þeir Margreti Sverrisdóttur öfugri út í skiptum fyrir Jón Magnússon sem trekk í trekk hefur gert sífellt örvæntingafyllri atlögu að þingsæti. En ekki gengið.

Næst kom Valdimar Leó sem gjörtapaði í prófkjöri Samfylkingarinnar. Gæfa hans í pólitík hefur ekki verið mikil og í gær fór hann með viðlíka ósannindi í ræðustól í þinginu að Sjónvarpið sá ástæðu til að leiðrétta allt sem hann hafði sagt.

Nýjasta viðbótin er svo Kiddi sleggja sem hingað til hefur hvergi tollað í gjörvallri flóru íslenskra stjórnmálaflokka.

Gæfulegt?

Þetta er svona.


mbl.is Kristinn segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Eiríkur minn ég hefði ekki getað orðað þetta betur......þetta er nákvæmlega málið  þó sumir stuðningsmenn eigi erfitt með að taka því!  Mér hefur alltaf þótt þegar fólk sveiflast á milli flokka að það sé frekar ótraustverðugt í hugmyndafræði sinni.....maður veit ekki alveg fyrir hvað það stendur.  Líka áhugavert öll þessi nýju framboð sem spretta upp eftir að fólk nær ekki góðum árangri í prófkjörum.  Þetta fólk virðist ekki geta fundið sig í meginstefnum stjórnmálanna og barist fyrir málum sínum innan flokkanna þó það sé ekki í þingsæti.  En kannski vilja bara allir vera kóngar, ekki satt!

Vilborg G. Hansen, 8.2.2007 kl. 17:08

2 identicon

Áttu ekki að heita stjórnmálafræðingur? Ég held þú ættir að drífa þig aftur í fræðina ljúfur, þú hljómar eins og Steinun Valdís eða sú sem var með henni í Silfri Egils á sínum tima, Þórunn leikstjóri...eða hvað hún nú heitir sú ágæta kona!

Bestu kveðjur, Helgi.

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er alltaf gaman að vera fúll á móti.

Fannar frá Rifi, 8.2.2007 kl. 21:58

4 Smámynd: Eiríkur Bergmann Einarsson

Sæll Helgi.Að mínu viti eiga stjórnmálafræðingar að segja hlutina eins og þeir er eru og draga ekkert undan í mati sínu. Óþarfa varkárni þjónar ekki neinum fræðilegum tilgangi. Í þessari færsu er einungis verið að segja frá almæltum staðreyndum sem blasa við hverjum manni.

Eiríkur Bergmann Einarsson, 8.2.2007 kl. 23:14

5 identicon

Kæri Eiríkur. Það skiptir víst litlu máli hvort að fólk hafi verið í öðrum flokki áður eður ei að mati almennings. Frjálslyndum vex fiskur um hrygg með hverri skoðanakönnunni (ef undan skilin er könnun Blaðsins sem ég tel ekki margtæka). Ef fer fram sem horfir verður þessi "Safnþró fallista" eins og þú kallar hana oðin stærri en sá flokkur sem þú aðhyllist sem engan vegin virðist vera að ná hylli kjósenda og mælist nú í sögulegu lágmarki.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 01:05

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála síðasta ræðumanni sem ber fram staðreyndir þess hins arna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.2.2007 kl. 02:08

7 Smámynd: Eiríkur Bergmann Einarsson

Sæll Sigurður

Ég er sammála þér að Frjálslyndum er að vaxa fiskur um hrygg, eftir að þeir tóku sér stöðu gegn innflytjendum. Benti til að mynda á þetta í færslu 31. janúar sl. "Fátt bítur á Frjálslyndum."

Eiríkur Bergmann Einarsson, 9.2.2007 kl. 09:26

8 identicon

Botnfall væri heppilegra hugak yfir Frjálsynda.  

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 13:45

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála Björgvin Val að batnfall væri mildara oraðlag. En stjórnmálafræðingurinn ræður ekki við heiftina.  Það myndi hæfa betur manni sem vill láta taka sig alvarlega. Þetta veit Eiríkur enda er búið að benda honum á það. Honum er greinilega ekki sjálfrátt. Þess vegna notar hann orðið safnþró. Auminga maðurinn. 

Sigurður Þórðarson, 9.2.2007 kl. 14:37

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband