Leita í fréttum mbl.is

Hafnsækin starfsemi

"Margskonar hafnsækin starfsemi fer nú inn á svæðið." Svona komst fréttamaður Sjónvarps að orði þegar hann sagði frá því að margskonar starfsemi fengi inni í nýrri höfn á Reyðarfirði. Höfnin mun heita Mjóeyrarhöfn. Ekki er ég nú alveg með það á hreinu hvað hafnsækin starfsemi er nákvæmlega, en hafnarstarfsemi er hins vegar vel þekkt starfsemi og hefur lengi verið stunduð á Íslandi.

Þetta er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafnsækin starfsemi er annað en hafnarstarfsemi.  Starfsemi kallast hafnsækin ef hún krefst þess, eða hentugt er, að höfn sé nálægt starfseminni.  Fiskvinnsla er ekki hafnarstarfsemi en mjög hentugt er ef höfn er nálægt slíkri starfsemi, ergo hafnsækin starfsemi.

Sjóari (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 08:47

2 Smámynd: Eiríkur Bergmann Einarsson

Takk fyrir svarið, Sjóari. Þetta er semsé starfsemi sem gott er að stunda nálægt höfn. Þá vitum við það.

Eiríkur Bergmann Einarsson, 6.2.2007 kl. 09:32

3 Smámynd: TómasHa

Þetta er væntanlega skilgreint betur einhverstaðar, mér minnir að Guðmundur Nuddari (og forsetaframbjóðandi) hafi verið búinn að gera nuddskólann sinn tilbúinn niður á Reykjavíkurhöfn en orðið að víkja vegna þess að nuddskóli var ekki hafnsækin starfsemi. 

TómasHa, 6.2.2007 kl. 13:21

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband