Leita í fréttum mbl.is

Eitt lítið v

Súrrealískt fyrirbæri þessi mannanafnanefnd. Ég má ekki skíra dóttur mína Siv, ekki einu sinni þótt ég væri sannkristinn Framsóknarmaður og heillaður aðdáandi Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra. Það er nefnilega harðbannað að hafa v í Siv. Hins vegar sér þessi opinbera furðunefnd, sem svona föðurlega ræður yfir nöfnum manna, ekkert athugavert við að ég skíri dóttur mína Eufemía, Róbjörg, Líba og Marit. 

Nema að þessir nefndarmenn séu bara svona miklir húmoristar, - misskildir að vísu, en húmoristar eigi að síður. Ég átta mig ekki alveg á því, en man að Steingrímur Sævar(r) hló nú ekki þegar hann lýsti viðskiptum sínum við nefndina. Hann mátti nefnilega ekki, ef ég man þetta rétt, hafa seinna r-ið í Sævarr. Man hins vegar ekki hvort Árni Snævarr hafi lent í stælum við mannanafnanefnd með sitt nafn.

Þetta er svona.


mbl.is Róbjörg og Marit færð á mannanafnaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Munurinn á Árna Snævarr og Steingrími Sævarri er sá að Snævarr er ættarnafn, en Sævarr ekki.  Þetta með Siv skil ég reyndar ekki, þar sem það beygist eins og Sif.  Mér finnst að mannanafnanefnd ætti að einbeita sér að því að leyfa ekki nöfn sem börn gætu orðið fyrir aðkasti út af, ekki svona nöfn sem með hártogunum er kannski hægt að segja að falli ekki að íslenskri málhefð.

Sigríður Jósefsdóttir, 5.2.2007 kl. 13:26

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Skiptir einhverju máli hvað er íslenskt og hvað ekki í fjölmenningarsamfélagi.  Á fólk ekki bara að fá að skíra börnin sín það sem það vill!  Þurfum við leyfi einhverrar nefndar til þess....bara halló og ekkert annað.  Foreldrar hljóta að vera færir um að vera ekki að skíra börnin sín einhverjum furðu nöfnum sem verða þeim til vandræða!

Vilborg G. Hansen, 5.2.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Eiríkur Bergmann Einarsson

Jamm, grundvallaratriðið er að minu viti þetta: Ef foreldrum er á annað borð treystandi fyrir að ala upp börnin sín, þá leiðir af sjálfu sér að við hljótum einnig að treysta þeim fyrir að velja þeim nöfn. Ekki satt?

Eiríkur Bergmann Einarsson, 5.2.2007 kl. 15:49

4 identicon

en mættir þú nefna hana Siv?

óskráður (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 18:20

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Er það réttur foreldra að geta skýrt barn sitt td. Ljótur Drengur? Hvað með rétt barnsins? Á það að þurfa þola alla þá einelti og stríðni þangað til það getur breyt nafni sínu um fjórtan ára aldur? Er ekki hægt að segja að skýra barn sitt einhverju nafni sem það verður fyrir aðkasti eins og ofangreint, ofbeldi gegn barninu?

Fannar frá Rifi, 5.2.2007 kl. 18:41

6 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Held nú að mannanafnanefnd eigi nú bara að leggja niður, óþarfi að hafa þessa nefnd starfandi, hversvegna ættu til dæmis, ekki börn Sivjar að hafa rétt til að skíra sin börn í höfuðið á Siv?

Anton Þór Harðarson, 5.2.2007 kl. 21:48

7 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Dóttir mín heitir Edda Liv. Líklega bannað eins og Siv. Norskt að uppruna. Og mágur minn heitir Ásgeir Salberg. Nú þyrfti hann líklega að kalla sig Ásgeir Salbergur. Ekki jafn flott. Þessi nefnd gengur ekki upp.

Guðmundur Steingrímsson, 5.2.2007 kl. 23:29

8 Smámynd: Gunnar Aron Ólason


Nei Guðmundur, Liv hefur verið samþykkt af Mannan.nefnd einhverntíma enda ekkert eðlilegra, gott nafn eins og Siv.  Ég ætlaði að skíra dóttur mína Eddu Siv(tilviljun já) en fékk höfnunina umræddu, ætla að óska eftir endurupptöku því að ég er að drukkna í rökum með Siv.

Gunnar Aron Ólason, 7.2.2007 kl. 23:42

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband