Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndir óstjórntækir

Niðurstaða varaformannskjörsins í Frjálslynda flokknum gerir að verkum að hann er orðinn óstjórntækur. Þjóðernisöflin hafa endanlega tekið flokkinn yfir. Gildir einu hvor Margrét Sverrisdóttir verður áfram í flokknum eða ekki, henni hefur verið hafnað sem leiðtoga að nokkru tagi innan flokksins. Málfutningur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í málefnum innflytjenda hefur verið með þeim hætti að ómögulegt er fyrir Samfylkingu og Vinstri græna að vinna með flokknum í ríkisstjón, allavega á meðan Magnús er í stóli varaformanns. Kaffibandalagið er þar með að engu orðið. Líklegra að Samfylking og VG biðli til Framsóknar að kosningum loknum. Ef stjórnin fellur er þó líka möguleiki að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kippi Frjálslyndum upp í með sér, hafi þeir geð á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sæll og velkominn!

Margrét orðaði það ágætlega í Silfrinu áðan, þeir gætu alveg eins verið holdsveikir hvað stjórnmálasamstarf varðar. 

Heiða B. Heiðars, 28.1.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég held að það hafi engin geð á að kippa 'Frjálslyndum' með sér eitt eða neitt ef að svo fer sem horfir. Nú hafa sameinast í forystu flokksins mestu populistar landsins sem víla ekkert fyrir sér að ganga fram af öllu almennu siðferði í von um eitthvað fylgi.

Egill Óskarsson, 29.1.2007 kl. 03:41

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband