11.3.2008 | 10:27
Morgunverðarfundur í beinni
Morgunverðarfundur um bókina okkar Jóns Þórs, Hvað með evruna?, verður haldinn í fyrramálið á Grand Hotel og stendur frá 08:15 -10:00.
Við Jón Þór verðum með sitt hvort erindið og í pallborði verða Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Kristín Pétursdóttir, forstjóri og annar stofnenda Auðar Capital. Fundarstjóri er Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill og ekki er nauðsynlegt að skrá þátttöku. Hægt verður að hlusta á dagskrá fundarins á vef Bifrastar.
7.3.2008 | 11:39
Tímaspursmál
Um nokkurt skeið hefur mátt sjá fyrir að þau hörðu átök sem orðið hafa milli innflytjenda og innfæddra í mörgum Evrópuríkjum væru á leiðinni til Íslands. Við sjáum nú skýr merki um þessa þróun í fjölmiðlum. Nýlega var sagt frá því hér í blaðinu að hópur Íslendinga hafi gengið svo illilega í skrokk á manni frá Marokkó í miðbæ Reykavíkur að líf hans var í bráðri hættu. Í vikunni sagði DV svo frá því að pólsk stúlka hafi orðið fyrir hrottafenginni árás af hendi þriggja íslenskra kvenna, sem var svona ógurlega illa við þjóðerni hennar. Ég er ansi hræddur um að við eigum eftir sjá fleiri fréttir af þessum toga á næstu misserum, - sér í lagi ef atvinnuleysi eykst. Þannig hefur það orðið í nágrannalöndunum og þróunin er því miður nákvæmlega sú sama hér, aðeins nokkrum árum á eftir.
Það var í þessum drullupolli sem Frjálslyndi flokkurinn fór að hræra í haustið 2006, þegar flokkurinn kaus að efna til ófriðar við innflytjendur í aðdraganda þingkosninga. Upp úr seinni heimstyrjöld áttu hægriöfgaflokkar erfitt uppdráttar í Evrópu, enda voru slíkir flokkar beintengdir við hörmungar þjóðernisstefnunnar í Þýskalandi og á Ítalíu. Slíkum flokkum fór hins vegar að fjölga á áttunda áratugnum en þá náðu sex slíkir flokkar mönnum kjörnum á þing í jafnmörgum Evrópuríkjum. Um miðjan níunda áratuginn voru hægriöfgaflokkar með fulltrúa á þingi orðnir fimmtán talsins í Evrópu. Þeirra á meðal má nefna Front National í Frakklandi og Frelsisflokkinn í Austurríki. Danir voru til skamms tíma í fararbroddi evrópsks frjálslyndis en hafa nú horfið af þeirri braut. Fyrir fáeinum árum þótti málflutningur Danska þjóðarflokksins í málefnum innflytjenda með öllu óásættanlegur og flokkurinn fékk tæpast inni í alvarlegri umræðu. Nú er Danski þjóðarflokkurinn hins vegar virkur þátttakandi í dönsku stjórnkerfi.
Þrátt fyrir hörmungar fasismans á þriðja og fjórða áratugnum hurfu þjóðernishugmyndir Evrópubúa ekki við endalok síðari heimstyrjaldar. Eftir stríð sárvantaði erlent vinnuafl til að byggja álfuna úr rústum eigin gereyðingarstyrjaldar en svo virðist sem stjórnvöld í mörgum Evrópuríkjum hafi ekki áttað sig á að með því að flytja inn vinnuafl fengu þau fólk. Og það með öllum þeim vandamálum sem slíkum fyrirbærum fylgir. Vinnuafl er nefnilega ekki eins og hver önnur vara sem hægt er að nota og fleygja svo á haugana þegar ekki er lengur brúk fyrir hana. Í opinberri umræðu var talað um erlent vinnuafl sem farandverkamenn en margir þeirra voru alls ekkert á förum. Því miður virtust stjórnvöld í Evrópu ekki átta sig á þessu og áreksturinn á milli innflytjenda og innfæddra varð miklu harðari en ella hefði þurft að verða þegar hjaðna tók á atvinnumarkaði. Þá sat eftir fjöldi aðkomumanna sem keppti við innfædda um vinnuna. Ennfremur hafði lítið verið gert til að laga innflytjendur að nýjum siðum í nýjum heimkynnum. Og þar sem litið var á innflytjendur sem vinnuafl, en ekki fólk af holdi og blóði, var fátt gert til að undirbúa þá sem fyrir voru undir þá staðreynd að fjölmenningarlegt samfélag hafði þá þegar tekið við af hinu gamla evrópska einmenningarþjóðfélagi.
Víða urðu til svo gott sem hreinræktuð innflytjendagettó. Innflytjendur fluttu í ódýrustu hverfin og þegar hlutfall þeirra hafði náð vissu marki flúðu innfæddir úr hverfinu, það er að segja sá hluti sem hafði á því ráð. Þegar hefðbundin borgarhverfi breyttust með þessum hætti í nær hreinræktuð innflytjendahverfi virtust borgaryfirvöld víða missa áhugann á að halda þeim við. Þar með urðu til gettó. Samgangur innflytjenda og innfæddra var af þessum sökum víða lítill. Skortur á aðlögun sem birtist í hálfgildings aðskilnaðarstefnu milli menningarhópa leiddi svo af sér gagnkvæma tortryggni, sem aftur leiddi til aukinna árekstra og átaka. Smám saman fóru fasískar hugmyndir, sem kraumað hafa í huga margra Evrópubúa, að fljóta aftur upp á yfirborð stjórnmálanna. Kannast menn við lýsinguna?
24 stundir. 7. mars 2008.
6.3.2008 | 10:37
Önnur prentun á leiðinni
2.3.2008 | 19:38
Ný bók: Hvað með evruna?
Á morgun kemur út ný bók eftir sjálfan mig og dr. Jón Þór Sturluson, hagfræðing. Bókin heitir Hvað með evruna?, og er afrakstur tveggja ára rannsóknar sem Evrópufræðasetrið á Bifröst gerði að ósk Alþýðusambands Íslands og Samtaka iðnaðarins. Í bókinni eru helstu álitamál varðandi hugsanlega innleiðingu evru á Íslandi greind á einfaldan og aðgengilegan hátt. Fjallað er um myntsamruna í Evrópu og skoðað hvaða áhrif innganga í Evrópusambandið og upptaka evru hefðu á íslenskt efnahagslíf og samfélag. Helstu niðurstöður eru þessar:
Ísland hefur aðeins tvo raunhæfa kosti í peningamálum. Annað hvort að viðhalda núverandi stefnu með sjálfstæðri krónu á floti eða að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu og taka upp evru. Ef ríki hefur á annað borð kost á fullri aðild að myntbandalagi Evrópu er vandséð hvaða hag það hefur af því að taka evruna upp einhliða. Líkast til mun taka alls fjögur ár að semja um aðild að ESB og innleiða evru á Íslandi að því loknu. Evran er því langtímamál og mun ekki duga sem lausn á skammtímavanda í íslensku efnahagslífi. Í bókinni er fjallað um hvaða áhrif innleiðing evru myndi hafa fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. Stutta svarið er nokkuð skýrt. Í fyrsta lagi verður hagkerfið stöðugra, vextir lægri og viðskiptakostnaður minni. Þá má gera ráð fyrir að viðskipti aukist þegar gengisáhætta minnkar. Verðlag ætti að lækka og kaupmáttur að aukast. Helsti ókosturinn er á móti sá að Seðlabanki Íslands missir úr eigin hendi ákvörðun um innlenda stýrivexti. Við upptöku evru verður heldur ekki hægt að lækka raunlaun með því að fella gengið sem getur valdið ákveðnum erfiðleikum á vinnumarkaði. Þótt meginlínurnar séu nokkuð ljósar eru eigi að síður fjöldamörg álitaefni sem ítarlega eru rædd í bókinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook
28.2.2008 | 15:57
Kreppa á jeppa
Ég hef verið að spóka mig í litlu þorpi í Austurríki undanfarna daga. Hér eru allir sallarólegir yfir vandræðum íslensku bankanna. Enginn talar um fjármálakreppu. Menn eru bara að eitthvað að spá í vorið. Hér eru líka afar fáir jeppar. Og þau fáu fjórhjólatól sem þræða göturnar líkast til ekki á kaupleigu. Kannski ég ætti að færa þessar fáu krónur sem ég á hingað?
22.2.2008 | 10:05
Svo sýður upp úr
Svo virðist sem auðveldasta leiðin fyrir danska stjórnmálamenn til að ná athygli æsingaþystra fjölmiðla og öðlast tímabundinn stuðning háværra hópa heima fyrir sé að leggja illt orð til innflytjenda, - sér í lagi múslima. Lengst af voru það helst stjórnmálamenn í Danska þjóðarflokknum og síðar hægriflokknum Venstre sem lögðust svo lágt. En þegar hinn geðþekki leiðtogi danskra vinstri manna Villy Søvndal fer að hræra í þessum sama drullupolli er fjandinn laus. Deilan sem varð í kjölfar Múhameðsteikninganna þar sem spámaðurinn birtist sem hryðjuverkamaður og morðóður saurlífsseggur gaus upp á nýjan leik um daginn þegar svo til öll dagblöð Danmerkur ákváðu að birta eina afskræmingarmyndina vegna þess eins að lögreglan grunaði þrjá unga múslimadrengi um samsæri gegn teiknaranum. Það þótti semsé rétt að saurga trúarbrögð milljóna manna vegna þess að þrír einstaklingar höfðu lagt á ráðin um glæp.
Skotgrafir
Allir sem þekkja til í Danmörku vita að andrúmsloftið á milli innfæddra og innflytjenda er grafalvarlegt. Í fjölmiðlum hér heima er okkur sagt frá því að múslimar brenni bíla og berji gamlar konur fyrir engar sakir. En einhverra hluta vegna þykir sú staðreynd ekki jafn fréttnæm að mun fleiri innflytjendur eru barðir til óbóta og drepnir af dönskum rasistum heldur en innfæddir Danir sem verða fyrir árás af hendi innflytjenda. Í Danmörku hefur undangengin áratug orðið stórhættuleg pólaríseríng í samfélaginu þar sem sífellt er verið að ala á tortryggni í garð útlendinga. Gagnkvæm tortryggnin magnast svo upp og verður smám saman að hreinni andúð. Svo sýður uppúr. Því miður eru margir Danir komnir svo djúpt ofan í skotgrafirnar að þeir sjá málið aðeins frá sinni eigin niðurgröfnu hlið sem byrgir þeim auðvitað sín á vandann. Yfirsýnin hverfur. Sú blinda verður svo til þess að menn sjá enga aðra leið heldur en að skvetta olíu á eldinn. Bókstaflega.
Hingað til að hafa vinstri menn í Danmörku frekar reynt að róa ástandið en nú er sjálfur leiðtogi þeirra farinn að grafa sig ofan í jörðina. Í fyrradag lagði Villy Søvndal semsé til múslíma í grein á heimasíðu sinni og var umsvifalaust klappaður upp. Að vísu gerði hann örlitla tilraun til að greina á milli íslamista og annarra múslimskra innflytjenda sem gjarnan vilja aðlagast dönsku samfélagi. Vissulega stafar ákveðin ógn af uppgangi Íslamista í Evrópu og auðvitað eigum við að berjast gegn öllum þeim sem ekki virða vestræna lifnaðarhætti. Það á ekki gefa neinn afslátt á því. Vandinn er hins vegar sá að í almennri umræðu í Danmörku er þessum gjörólíku hópum yfirleit grautað saman í gruggugan grautarpott þar sem rasistarnir hræra sína göróttu eitursúpu í öruggu skjóli gagnrýnislausra fjölmiðla. Svo botna leiðtogar Dana ekkert í því að hver alþjóðarannsóknin á fætur annarri sýnir að hvergi á Vesturlöndum er verra fyrir innflytjendur að búa heldur en í Danmörku og að hvergi fjalla fjölmiðlar með neikvæðari hætti um íslam heldur en í Danmörku.
Þversögn
Þrátt fyrir þessa neikvæðu afstöðu til innflytjenda er óvíða gerð ríkari krafa um að innflytjendur aðlagist samfélaginu heldur en í Danmörku. Þeim er ætlað að fordanska sig, eins og það heitir nú í málflutningi Danska þjóðarflokksins. Þeir eiga að yfirtaka dönsk gildi; almenn gildi á borð við frelsi, lýðræði og mannréttindi en einnig það sem sérstaklega danskt þykir; fánann, smurbrauð, Kim Larsen, Rødgrød med fløde, krúnuna og Carlsberg. Þversögnin er bara sú að á sama tíma er andúðin slík að þeir eru svo gott sem útilokaðir fá samfélaginu.
Því miður stefnir allt í að nákvæmlega sama þróun verði hér á Íslandi.
24 stundir. 22. febrúar 2008.
18.2.2008 | 16:25
Ekki eftir neinu að bíða
Mér þykir skemmtilegt að vita til þess að Ísland hafi verið fyrst eða í hópi fyrstu ríkja til að viðurkenna ríki á borð við Eistland, Letttland, Litháen, Slóveníu og Króatíu. Í sjálfu sér er engin ástæða til að bíða með að viðurkenna sjálfstæði Kosovo eftir að ósk um það barst með yfirlýsingu Kosovoalbana í gær. Það stendur líka alveg sérstaklega upp á litla þjóð eins og okkur að standa með öðrum smáþjóðum. Það er því ekki eftir neinu að bíða.
http://www.guardian.co.uk/world/2008/feb/18/kosovo.serbia4
14.2.2008 | 09:28
Átök, hatur og sífelldar ögranir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:33 | Slóð | Facebook
13.2.2008 | 13:22
Jóhanna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson