Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Fiskurinn eða fullveldið?

Tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla er komið út. fiskurinn eða fullveldið
Ritið kemur út einu sinni á ári í pappírsformi en í
því er að finna fræðigreinar sem hafa komið úr í
vefútgáfu ritsins (www.stjornmalogstjornsysla.is)
árið áður.

Að þessu sinni er að finna ellefu ritrýndar greinar í tímaritinu sem birtust í vefritinu árið 2006. Ein er eftir mig og heitir Fiskurinn eða fullveldið, hvað skýrir ólík tengsl Íslands og hinna Norðurlandanna við Evrópusamrunann?

Vefútgáfu greinarinnar má nálgast hér.


Erindi berindi

Hugvísindaþingið, sem haldið var í HÍ á föstudag og laugardag, tókst afskaplega vel. Mér þóttu erindi félaga minna í málstofu um innflytjendamál sérstaklea áhugaverð. Ástríður Stefánsdóttir fjallaði um reynslu sína við að meðhöndla sjúklinga úr hópi innflytjenda og Unnur Dís Skaptadóttir fjallaði um sjálfsmynd innflytjenda á Íslandi, hvernig það er að lifa á teimur stöðum í einu. Ég fjallaði hins vegar um afstöðu okkar Íslendinga til innflytjenda og spurði: Hvers vegna óttumst við innflytjendur?

Ég fór svo í Silfur Egils á sunnudag til að tala um erindið. Mætti þar Magnúsi Þór Hafsteinssyni sem sat í stúdíóinu þegar ég kom inn. Það er alltaf erfiðara að koma upplýsingum á framfæri þegar maður þarf að þrasa við pólitískusa í leiðinni. Þeir sem hafa áhuga geta nálgast glærunar úr fyrirlestrinum hér.


Hayek

Hvernig er það, er þessi stúlka ekkert skyld Friedrich August von Hayek? Kannski barnabarn nóbelsverðalaunahafans? Sem kunnugt er var von Hayek einn áhrifamesti fræðimaður austurríska skólans, svokallaða, sem var einskonar varnarþing frjálshyggjumanna í hagfræði?

Hannes hlýtur að vita þetta.


mbl.is Hayek trúlofuð og á von á barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflytjendur - Málstofa Ritsins - Stofa 207

Málstofan sem ég mun tala í á Hugvísindaþinginu er í stofu 207 í aðalbyggingu HÍ. Á morgun 10 mars, 14.30–16.00. Það er Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar, sem stendur fyrir þessari málstofu um málefni innflytjenda. Síðar mun koma út þemahefti Ritsins um innflytjendamál með greinum eftir þátttakendur málstofunnar.

Dagskráin er svona.
Ástríður Stefánsdóttir: Læknir á innflytjendamóttöku
Eiríkur Bergmann Einarsson: Hvers vegna óttumst við innflytjendur?
Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska: Líf á tveimur stöðum
Fundarstjóri: Gauti Kristmannsson


Farðu þá bara

Björgólfur Thor Björgólfsson er ósáttur við að fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás fái ekki að gera upp í erlendri mynt, eins og til stóð. Björgólfur sagði að þessi ákvörðun stjórnvalda gæti leitt til þess að hagkvæmara væri fyrir fyrirtækið að flytja til Írlands eða Bretlands. Fjármálaráðherra var inntur viðbragða við þessum tíðindum í tíufréttum Sjónvarps núna áðan. Efnislega sagði fjármálaráðherrann við þennan umsvifamesta viðskiptamann landsins: Farðu þá bara. Einhverjir hafa verið að halda því fram að Sjálfstæðismenn séu farnir að líta Vinstri græna hýru auga í aðdraganda komandi kosninga. Ég veit svo sem ekki um það, en Ögmundur hlýtur alla vega að vera ánægður með fjármálaráðherrann núna.

Þetta er svona.


Leikrit ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin hefur undanfarna daga boðið kjósendum upp á dulítið leikrit. Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið og verið gagnrýndur fyrir að vera of leiðitamur Sjálfstæðisflokkum í ríkisstjórn. Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn hafi fengið leyfi til að nota lítilsháttar ágreining um stjórnarskrárákvæði um sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindum til að sýna kjósendum fram á sjálfstæði sitt í ríkisstjórnarsamstarfinu. Til að látast vera harður á sínu. Til að sýna fram á að flokkurinn er ekki bara taglhnýtingur íhaldsins. Allur gangur málsins vekur manni grun um að aldrei hafi verið nokkur alvara í þessu máli. Hvorki hjá forystumönnum Framsóknar né forystumönnum Sjálfstæðisflokks. Skýringuna á þessum lauflétta ærslaleik sem settur var á svið  stjórnmálanna örskamma stund má kannski finna í þeirri oggulitlu staðreynd að það eru kosningar í nánd.

Þetta er svona.


mbl.is Þjóðareign í stað sameignar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?

Vísindavefurinn er með skemmtilegustu vefsvæðum sem rekin eru hér á landi. Fólk spyr um allt milli himins og jarðar og fræðimenn svara af bestu getu. Ég hef tekið að mér nokkur svör á vefnum. Spurningarnar eru um aðskiljanlegustu efni. Nýlega vildi einn fyrirspyrjandndi til að mynda fá að vita hvað það merkir að vera á kojufylliríi. Ekki stóð á svari sem lesa má hér.

Þetta er svona.


Hvers vegna óttumst við innflytjendur?

Hugvísindaþing verður haldiði í Háskóla Íslands á föstudag og laugardag. Ég verð með erindi í málstofu um innflytjendamál á laugardag kl. 14:30. Í erindinu spyr ég hvers vegna við óttumst innflytjendur? Þessi spurning er ekki síst áhugaverð í ljósi þess að hér á landi hafa ekki verið nein vandræði með innflytjendur. Þvert á móti sýna rannsóknir að þeir Íslendingar sem fyrir voru hafa hagnast á auknum fjölda verkafólks sem komið hefur til landsins á liðnum árum. Eigi að síður hefur orðræðan í innflytjendaumræðunni, sem gaus upp síðastliðið haust þegar Frjálslyndi flokkurinn tók stöðu gegn innflytjendum, einkennst af ótta og jafnvel andúð í einstaka tilvikum. Í erindinu ætla ég meðal annars að skoða hvað það er í íslensku þjóðerni sem veldur þessum ótta. Í lok erindisins ætla ég svo að leyfa mér að setja fram fjórar tillögur sem er ætlað að stuðla að farsælli sambúið innfæddra og innflytjenda á Íslandi. Meira um þær á þinginu sjálfu.
Þeir sem hafa áhuga geta lesið allt um þingið hér: http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_thing_2007.
Hér eru svo útdrættir úr erindum framsögumanna: http://www.hugvis.hi.is/page/hugvis_Utdraettir%20erinda

Hvað með einstæða feður?

Oddný Sturludóttir er með efnilegri stjórnmálamönnum sem nýlega hafa komið hafa fram á svið stjórnmálanna. Í grein í Morgunblaðinu í dag vitnar hún í stefnuyfirlýsingu frá nýafstöðnu ársþingi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Hún segir að Samfylkingin vilji "Bæta stöðu ungra einhleypra mæðra, meðal annars með því að tryggja rétt þeirra til að ljúka námi í framhaldsskóla með náms- og framfærslustyrk, óháð búsetu." Það er auðvitað gott og gilt að vilja bæta stöðu einstæðra mæðra en hvers vegna vill Samfylkingin ekki líka bæta stöðu ungra einhleypra feðra, meðal annars með því að tryggja rétt þeirra til að ljúka námi í framhaldsskóla með náms- og framfærslustyrk, óháð búsetu?


Hnútuköstin hafin

Hnútuköstin eru hafin milli ríkisstjórnarflokkanna. Það bendir til að stjórnarþingmenn hafi ekki lengur trú á að ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband