Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Búið til langferðar

Mér sýnist að skútan sem formenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafa verið að smíða undanfarna daga og sjósett verður á morgun sé ætluð til langferðar. Meirihluti stjórnarinnar á þingi er svo mikill að stjórnin ætti að geta setið nánast eins lengi og hún sjálf kýs. Það verður ekki auðvellt hlutskipti fyrir framsókn, VG og frjálslynda að vera í stjórnarandstöðu andspænis slíkri stjórn.
mbl.is Málefnasamkomulag kynnt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flökkusaga

Sögusagnir af ríkisstjóarnarmyndunum ganga nú milli manna sem aldrei fyrr. Margt af þessu, ef ekki flest, er staðlaust bull. Ein lífseigasta flökkusagan getur þó hugsanlega útskýrt undarlega hegðun Steingríms J. Sigfússonar eftir kosningar, ef sönn reynist. Vísir og vel tengdir menn segja mér að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, og Svavar Gestsson, sendiherra, hafi verið búnir að handsala stjórnarmyndun milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna skömmu eftir kosningar. Geir gerði þá samninga hins vegar að engu þegar hann hafði samband við Ingibjörgu Sólrúnu. Sagt er að Davíð sé Geir bálreiður vegna málsins. Sögunni fylgdi að menn veigri sér við að benda þeim félögum, Davíð og Svavari, á að þeir eru ekki lengur formenn flokka sinna. Þeir virðast heldur ekki hafa áttað sig á því sjálfir.


Philip Roth: The plot against America

Lauk í gærkvöldi við bók Philip Roth The plot against America. Bókin er einskonar spádómur um hvað hefði gerst ef einangrunarsinnuð öfl andstæð gyðingum hefðu náð völdum í Bandaríkjunum árið 1940. Roth lætur Charles Lindberg, flugkappa, og vin Þýskalands Hitlers, komast til valda og svo lætur hann álíka andúð á gyðingum og varð í Þýskalandi smám saman þróast í Bandaríkjunum. Þetta er ansi magnað söguefni og sýnir ljóslega að stundum koma upp þær aðstæður að alþjóðasamfélagið verður að grípa inn í með vopnavaldi. Það er engin leið að hugsa þá hugsun til enda ef Bandaríkin hefðu ekki komið lýðræðisríkjum Evrópu til hjálpar í síðari heimstyrjöldinni. Hér komum við einmitt að helsta galla bókarinnar. Roth þorir nefnilega ekki að láta söguefni sitt ganga alla leið og lætur duga að Bandaríkin fresti afskiptum sínum. Fyrir vikið verður bókin ekki jafnmögnuð og söguefnið gæti gefið til kynna.

Stólarnir skipta mestu

Stjórnarmyndunarviðræður ganga auðvitað að miklu leyti um koma saman traustum málefnasamningi um helstu verkefni. Íslenskt stjórnkerfi byggir hins vegar á ráðherraræði sem merkir að ráðuneytin skipta meira máli heldur en málefnasamningurinn. Ráðherrar ráða flestu innan síns málaflokks. Því er alltaf harðast tekist á um stólana.

VG situr eftir með sárt ennið

Flestir sem ég ræði við virðast ánægðir með mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Svo virðist sem Steingrímur J. Sigfússon hafi klúðrað tækifæri á að mynda vinstri stjórn vegna óbeitar á Framsóknarflokknum. Mér er sagt að óbilgirni VG hafi komið í veg fyrir að stjórn eftir Reykjavíkurlistamótelinu yrði mynduð. Þar með er VG áfram dæmd til áhrifaleysis. Í stjórnmálum skiptir tímasetningin oft öllu máli. Ef fer sem horfir missti VG af sögulegu tækifæri.

Geir er gísl Framsóknar

Því er haldið fram að Geir H. Haarde hafi alla þræði í hendi sér varðandi stjórnarmyndun. Það er að mínu viti rangt. Staðan er miklu flóknari. Jón Sigurðsson og Framsóknarflokkurinn hafa líka ýmsa þræði í sínum höndum. Eins og alltaf. Geir er í raun gísl Framsóknarflokksins. Í pólitísku tilliti er ekkert sérstaklega heppilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda samstarfinu við Framsókn áfram. Það gæti orðið óvinsælasta ríkisstjórn síðari tíma, enda umboðslítil, og komið niður á Sjálfstæðisflokknum þegar líður á kjörtímabilið. Geir á hins vegar afar erfitt um vik með að slíta samstarfinu og hefja viðræður við annað hvort Samfylkingu eða Vinstri græna. Geri hann það þá getur Jóns Sigursson hæglega svarað með því að bjóða Samfylkingu og Vinstri grænum upp á stjórn samkvæmt Reykjavíkurlistamódelinu, sem báða flokka dreymir um. Það er því miklu heldur í hendi Framsóknarflokksins að skáka Sjálfstæðisflokknum út af borðinu .
mbl.is Flestir vildu stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugguleg mótmæli

Það er alltaf eitthvað fallegt við mótmæli í Kristjaníu. Fyrir nokkru fékk ég þessa spurningu frá Vísindavefnum: Hvernig er stjórnkerfinu og hagkerfinu háttað í fríríkinu Kristjaníu?

Svarið er hér.


mbl.is Lögregla í átökum við mótmælendur í Kristjaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátið

Það er hátíð í dag, lýðræðishátíð. Kjördagur er runninn upp. Við Hrafnhildur fórum að kjósa um ellefu leitið í morgun. Ég var að spá í að leyfa henni að velja listann en þegar hún gerði sig líklega til að setja x-ið við Framsóknarflokkinn varð ég að grípa í taumana. Hún er jú ekki nema tæpra ellefu mánaða stúlkan.

Fjarstæðukennd umræða

Þessi umræða er nú farin að verða ansi fjarstæðukennd. Ætli þjóðirnar austan megin við járntjaldið gamla séu ekki um það bil þrisvar sinnum fleiri heldur en vestan megin. Í lokakeppninni verða 24 lönd. Þar á meðal Írland, Finnland, Grikkland, Svíþjóð, Frakkland og Þýskaland.  Berlínarmúrinn féll í nóvember 1989. Síðan þá hefur sautján sinnum verið keppt í Evróvision. Vestur-Evrópuríki hafa sigrað þrettán sinnum, meðal annars í fyrra þegar Finnland sigraði. Austur-Evrópu ríki (að Tyrklandi meðtöldu) hafa aðeins sigrað fjórum sinnum. Þetta er semsé allt "mafíusamsæri" Austur-Evrópu.


mbl.is Fleiri en Eiríkur ósáttir við svæðaskiptingu í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að væla

Að kvarta undan góðu gengi þjóða frá fyrrum Austur-Evrópu í Evróvisionkeppninni er eins og að kvarta undan góðu gengi Suður-Ameríku ríkja í heimsmeistarakeppni í fótbolta. Þetta er bara væl. Eiginlega alveg ömurlegt væl. Maður fær kjánhroll yfir þessu. Það eru miklu fleiri ríki Austur-Evrópu, eins og Evrópa var skilgreind í kalda stríðinu, heldur en í gömlu Vestur-Evrópu. Því er fullkomlega eðlilegt að það séu mun fleiri ríki frá Austur-Evrópu í lokakeppninni. Og síðast þegar ég vissi voru sigurvegarar keppninnar í fyrra, Finnar, í Vestur-Evrópu. Á hverju ári, þegar íslandi gengur illa, byrjar líka bullið um að Austur-Evrópuþjóðir búi bara til hallærislega tónlist. Ég er ekki viss um að það sé rétt. Tónlistarsmekkur er sem betur fer misjafn bæði í tíma og rúmi. Eða hvað, er norræn tónlist virkilega svona æðislega kúl?


mbl.is „Austurblokkin á þetta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband