15.6.2007 | 09:59
Háskólarnir í prófi
Háskólarnir eru nýkomnir úr prófum. Nemendur luku sínum prófum fyrir nokkru en nú var semsé komið að háskólunum sjálfum. Einkunnirnar voru að koma í hús. Ríkisendurskoðun birti í vikunni skýrslu um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu. Alveg eins og nemendur sem bíða í nagandi óvissu eftir vitnisburði um frammistöðu sína höfum við sem störfum í umræddum háskólum beðið spennt eftir einkunn Ríkisendurskoðunar. Að vísu voru aðeins þrjár námsdeildir metnar að þessu sinni, viðskiptafræði, lögfræði og tölvunarfræði. Sjálfur starfa ég í félagsvísindadeild við Háskólann á Bifröst svo þessi úttekt nær nú ekki til mín. Samt var ég orðinn ansi spenntur.
Sem kennari er ég vanur því að nemendur kvarti yfir einkunnum, reyni að toga þær upp með allskonar afsökunum og tuði, jafvel hótunum í einstaka tilvikum. Það hefur aldrei gengið. Á sama hátt hafa stjórnendur háskólanna reynt að hífa upp einkunn sína í samtölum við fjölmiðla undanfarna daga. Það er svo sem eðlilegt. En alveg sama hvað menn spinna í fjölmiðlum þá er erfitt að breiða yfir þá einkunn Ríkisendurskoðunnar að háskólarnir á Íslandi standa sambærilegum erlendum háskólum nokkuð að baki. Fjárframlög til þeirra eru einfaldlega of lítil. Þetta þurfum við að laga.
Akademískt ágæti
Fjölmiðlar slógu því upp að Háskóli Íslands hafi fengið hæstu einkunn í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það er vissulega rétt að ákveðnu leyti, en ekki öllu. Margir af reyndustu og virtustu fræðimönnum landsins starfa við þennan elsta og stærsta háskóla landsins. Háskóli Íslansds er sannarlega flaggskip háskólaflórunnar á Íslandi og hefur í gegnum tíðina staðið sína plikt vel, - komið þessari þjóð til mennta. Ríkisendurkoðun gaf skólanum hins vegar falleinkunn á ýmsum öðrum sviðum en því sem snýr að akademísku ágæti. Til að mynda eru þar allt of margir nemendur á hvern kennara, aðstaða er léleg og allt of margir hrökklast úr námi. Laun eru líka svo lág að margir kennarar neyðast til að verja hluta af starfsorku sinni fyrir utan skólann til að eiga fyrir salti í grautinn.
Ánægja í einkaskólunum
Þrátt fyrir að einkareknu skólarnir, Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst, fái lægri einkunn en HÍ þegar kemur að akademískri stöðu þá eru nemendur við þessa skóla ánægðari með námið sitt og telja þjónustu kennara og annars starfsfólks betri. Fyrir okkur á Bifröst er margt jákvætt í skýrslu Ríkisendurskoðunnar en þar eru einnig ábendingar um margt sem þarf að laga. Til að mynda er hlutfall kennara með doktorspróf ekki nógu hátt en á móti kemur að rannsóknarafköst kennara á Bifröst er með hæsta móti, enda eru þar starfrækt ýmis fræðasetur. Háskólinn á Bifröst er dýrastur og starsmannakostnaður á hvern fullskráðan nemanda hæstur. Það kemur til af þeirri stefnu skólans að kenna í litlum hópum. Á Bifröst eru fæstir nemendur á hvert akademískt stöðugildi. Hver kennari hefur því meiri tíma fyrir hvern nemenda í Bifröst heldur en í öðrum háskólum á Íslandi.
Fræðin eru víða
Lengi vel var fræðastarf á Íslandi svo til allt unnið innan veggja HÍ. Undanfarin ár hefur fræðasamfélagið hins vegar sprengt utan af sér veggina og fræðimenn farnir að starfa út um allar trissur. Vöxtur einkaskólanna hefur verið með hreinum ólíkindum og fræðasamfélög verið mynduð víða. Til að mynda starfa tugir fræðimanna innan vébanda Reykjavíkurakadeíunnar. Í lokin má til gamans nefna að Háskólasetur Vestfjarða stendur nú um helgina, ásamt fleirum, fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um þjóð og hnattvæðingu á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Fræðin eru nú komin víðar og fjölbreytnin blessunarlega miklu meiri en áður.
Þessi grein birtist í blaðinu í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Facebook
Bloggvinir
- Davíð Logi Sigurðsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðfríður Lilja
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Þórarinn Eldjárn
- Aðalheiður Sigursveinsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Trúnó
- Magnús Árni Magnússon
- Dofri Hermannsson
- Hlynur Hallsson
- Lára Stefánsdóttir
- Hrannar Björn Arnarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Torfi Frans Ólafsson
- Karl Pétur Jónsson
- Hlynur Sigurðsson
- Forvitna blaðakonan
- Borgar Þór Einarsson
- Bjarni Harðarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Vilborg G. Hansen
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Pétur Björgvin
- Hrannar Baldursson
- Baldvin Jónsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Tómas Þóroddsson
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- Dagbjört Ásgeirsdóttir
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Þorleifur Ágústsson
- Stefán Þórsson
- Guðjón Bergmann
- Bleika Eldingin
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Baldur Kristjánsson
- Jón Þór Bjarnason
- Róbert Björnsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Helgi Jóhann Hauksson
- Jónína Benediktsdóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Eiríkur Briem
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- íd
- Steindór J. Erlingsson
- Hallur Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigríður Karen Bárudóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Vestfirðir
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Haukur Már Helgason
- Gylfi Þór Gíslason
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Vefritid
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Þekkingarsamfélagið
- Anna Sigrún Baldursdóttir
- Þórdís tinna
- Bergur Thorberg
- Valbjörg
- Ása Richardsdóttir
- Júlíus Brjánsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Páll Ingi Kvaran
- Daði Einarsson
- Svandís Nína Jónsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Birgitta Jónsdóttir
- Eygló Sara
- Gils N. Eggerz
- Gísli Tryggvason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Hannibal Garcia Lorca
- Hlekkur
- Hvíti Riddarinn
- Jón Gunnar Bjarkan
- Karl Tómasson
- Loopman
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Stefán Örn Viðarsson
- Sæþór Helgi Jensson