Leita í fréttum mbl.is

Skrýtnar skoðanakannanir

Það er eitthvað furðulegt að gerast í skoðanakönnunum þessa dagana. Landshlutakannanir sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Stöð 2 sýnir allt aðra niðurstöðu heldur en aðrar kannanir.

Dæmi: Í Morgunblaðinu í dag er birt könnun Gallup sem mælir Samfylkinguna í 19,5 prósentum á landsvísu. Sem sé á sama róli og í öðrum könnunum. Sama könnun Gallup mælir Samfylkinguna með 18.7 í Norð austur kjördæmi. Landshlutakönnun Félagsvísindastofnunar mælir Samfylkinguna hins vegar mun hærri í Norð austur kjördæmi, 25,2 prósent, sem er heldur meira en kjörfylgið 2003. Svipaður munur var uppi á teningnum þegar Félagsvísindastofnun mældi fylgi flokkanna í Norð vestri fyrir nokkru.

Annað dæmi: Félagsvísindastofnun mælir Framsóknaflokkinn með 12,3 prósent í Norð austri á meðan Gallup mælir flokkinn í 19,6 prósentum.

Munurinn á könnunum er sá að Félagsvísindastofnun mælir sérstaklega í Norð austri, úr 800 manna úrtaki. Í tilfelli Gallup er hins vegar verið að brjóta niður könnun á landsvísu, úr ríflega 1.600 manna úrtaki. Það eru því mun fleiri svarendur bak við könnun Félagsvísindstofnunar í Norð austri heldur en þegar búið er að brjóta könnun Gallup niður. Eigi að síður er þetta athyglisverður munur sem ekki hefur verið skýrður til hlítar.

Þetta er svona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband