Leita í fréttum mbl.is

Að vera eða sýnast

Hef verið að glugga í nýútkomna bók Harðar Bergmann, Að vera eða sýnast. (Svo ég svari því bara strax: nei við erum ekkert skyldir, svo ég viti. Við erum hins vegar hjá sama forlagi, Skruddu.) Hvað um það. Bók Harðar sætir heilmiklum tíðindum, í örstuttum köflum flettir hann ofan af sýndarveruleikanum sem við sjáum alla jafna ekki út úr dags daglega. Hörður fer um víðan völl samfélagsins og afbyggir orðagjálfur og margvíslega merkingalausa dellu sem jafnan er sett í búning hins æskilega. Bókin er byggð upp í stuttum köflum sem gaman er að detta ofan í. Ég hef semsé ekki lesið hana frá spjaldi til spjaldar heldur liggur hún bara hérna á borðinu og stundum, þegar ég er í rétta skapinu, gríp ég ofan í hana af handarhófi. Svínvirkar þannig þótt ég sé ekki sammála honum í öllum tilvikum. En það er nú bara betra.

Þetta er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband