Leita í fréttum mbl.is

Undantekningin efir Christian Jungersen

Lauk nýverið að lesa Undantekninguna ef danska höfundinn Christian Jungersen í þýðingu Ólafar Eldjárn. Bókin er mikil vöxtum og sagan að mörgu leyti áhugaverð. Segir af fjórum konum sem starfa saman á upplýsingaskrifstofu um þjóðarmorð í Kaupmannahöfn. Viðbjóður þjóðarmorða er endurspeglaður og smækkaður í skelfilegum samskiptum kvennanna á skrifstofunni. Þær fremja hreinlega þjóðarmorð á hver annarri. Ég er ekki alveg viss um hvaða dóm ég á að kveða upp um þessa bók. Í aðra röndina er hún frábær en í hina dálítið pirrandi. En hún er allavegana áhugverað og það er mest um vert. Niðurstaðan er því þrjár stjörnur.

Í fyrradag datt ég svo inn í Hina feigu skepnu eftir Philip Roth sem ég fann uppi í hillu, í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Sjáum til hvort ástæða verður til að nefna hafa frekar á þessum vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband