Leita í fréttum mbl.is

Evrópuskýrsla forsætisráðherra

Hef núna seinni partinn verið að dunda mér í gegnum skýrslu Evrópunefndar forsætisráðherra. Þetta er að mörgu leyti afbragðs samantekt á stöðu Íslands í evrópsku samstarfi. Greinilegt að starfsmaður nefntarinnar, Hreinn Hrafnkellsson, sem skrifar nú nánast alla skýrsluna, er vel að sér í Evrópufræðum. Tök hans á efninu gerir það að verkum að fram er komin góður grundvöllur um vitræna umræðu um Evrópumálin á Íslandi.

Það vekur athygli að nefndin klofnar í raun í fimm hluta í niðurstöðum sínum. Allir stjórnmálaflokkarnir sjá ástæðu til að skila séráliti. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir ná þó saman um andstöðu gegn ESB-aðild Íslands en eru ósammála um gildi EES-samningsins. Samstaðan gegn ESB-aðild kemur raunar ekki á óvart en röksemdafærslan sem kemur fram í sameiginlegu áliti flokkanna tveggja er að ákveðnu leyti gölluð. Þar segir:

"Engar líkur eru á að samist geti um milli Íslands og ESB, að 200 mílna efnahagslögsagan umhverfis Ísland verði í heild sinni viðurkennd sem sérstakt fiskveiðistjórnarkerfi undir stjórn Íslendinga enda samrýmist það ekki sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB og á sér engin fordæmi."

Þessi fullyrðing stenst enga skoðun. Raunar er eins og þeir fulltrúar nefndarinnar sem standa að þessu áliti hafi ekki lesið eigin skýrslu. Í kaflanum um varanlegar undanþátur og sérlausnir er nefnilega að finna svo gott sem fullkomna röksemd fyrir því að vel sé hægt að finna lausn sem tryggir yfirráð Íslendinga yfir efnahagslögsögunni. Til frambúðar. Tekin eru dæmi af fjölmörgum sambærilegum sérlausnum sem fundin hafa verið í aðildarsamningum fjölmargra ríkja. Raunar er þessi kafli einn sá áhugaverðasti í skýrslunni.

Niðurstaða Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, sem gengur þvert gegn upplýsingum í eign skýrslu, gengur ennfremur þvert gegn upplýsingum sem komu fram í máli eins reyndasta samningamanns ESB og yfirmanns skrifstofu sjávarútvegsmálastjóra ESB, Michael Köhlers, sem í nýlegri heimsókn hér á landi lýsti því yfir að Ísland myndi við aðild að ESB halda fullum yfirráðum yfir sjávarauðlindinni.

Þetta er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband