Leita í fréttum mbl.is

Klámfengin umræða um klámráðstefnu

Fjölmiðlar sleppa fáum tækifærum til að fjalla um þessa alræmdu klámráðstefnu. Birta gjarnan myndir af klámfólkinu léttklæddu með fréttum sínum, líkast til eru myndirnar fengnar af einhverri klámsíðunni. Stundum jaðrar við að sjálfur fréttaflutningurinn sé klámfenginn.

Í umræðunni um þessa ráðstefnu þarf að gera greinarmun á tvennu, sem því miður hefur skort á að sé gert.

1. Það er auðvitað í góðu lagi að mótmæla klámi og láta þá klámhunda sem hingað koma vita að fólk telji iðju þeirra ósæmilega. Það er sjálfsagður réttur hvers manns að mótmæla.

2. Það er hins vegar ekki hægt að banna fólki að koma til landsins ef það hefur ekkert brotið af sér hér á landi. Klámframleiðsla er víða lögleg, en bönnuð á Íslandi. Fyrr en þetta fólk brýtur íslensk lög hér á landi geta yfirvöld ekkert gert til að banna fundi fólksins hér á landi.

ES: Einhverjir hafa spurt sem svo: hvað myndum við gera ef eiturlyfjasalar eða vopnasalar myndu boða ráðstefnu hér á landi. Svarið við þeirri spurningu er það sama og á við um klámráðstefnuna. Væru slíkir menn ekki eftirlýstir í ríkjum sem við eigum í lögreglusamstarfi við þá væri ekki heldur hægt að banna fund eiturlyfjasala eða vopnasala nema þeir yrðu uppvísir af því að stunda eiturlyfasölu eða vopnasölu hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband