Leita í fréttum mbl.is

Krónikan

Það er full ástæða til að óska Sigríði Dögg og félögum til hamingju með fyrsta tölublað Krónikunar. Þetta er að mörgu leyti læsilegasta blað og brotið er skemmtilegt. Fer vel í hendi.

Vandi helgarblaða er sá að þau eru hvorki dagblöð né tímarit. Falla einhvers staðar þar á milli. Því er hvorki hægt að treysta á skúbb dagsins né heldur að bjóða fólki upp á endalaus mannlífsviðtöl.

Til að ná til nógu margra lesenda á örmarkaði íslenskrar tungu þurfa helgarblöð helst að ná tveimur sumpart ósamstæðum markmiðum í einu. Þau þurfa bæði að vera ágeng og helst að bjóða upp á vikulega afhjúpun á einhverju máli en um leið þurfa þau að vera stútfull af skemmtiefni. Það þarf að vera svona helgarstemmning yfir þeim til viðbótar við hinn vikulega skandal.

Við reyndum að þræða þetta einstígi þegar ég var blaðamaður á Helgarpóstinum sáluga. Það gekk svona og svona.

Það er fínn andi í fyrstu Krónikunni og ljóst að skútan, sem að mestu er skipuð konum, er vel mönnuð blaðamönnum. það eina sem mér fannst vanta í þetta fyrsta tölublað var heldur meira djúsí efni. Eitthvað nýtt. Kannski kemur það næst. Ég bíð allavega spenntur.

Þetta er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband