Leita í fréttum mbl.is

Bergmannstrasse

Ţessa stundina sit ég á Bregmannstrasse í Kreuzberg hverfinu í Berlín og les doktorsritgerđ Birgis Hermannssonar sem fjallar um íslenska ţjóđarnishyggju. Einhvern vegin ţykir mér ţetta alveg sérdeilis viđeigandi.

Ég er búinn ađ vera hér í tćpa viku, fyrstu dagana var ég á ráđstefnu en nú líđa dagarnir ţannig ađ ég rölti á millil kaffihúsa ţar sem ég les og skrifa. Ţetta er ekki slćmt líf. Meginvandi minn er sá ađ ég ţekki ógrynni af fólki hérna og ţví hefur orđiđ nokkur truflun á ţeirri vinnu sem ég ćtlađi mér ađ komast yfir. Ţannig háttar til ađ fyrir um fimmtán árum var ég virkur í félagsskap ungs hugsjónafólks sem barđist fyrir auknu evrópsku samstarfi eftir lok kalda stríđsins og starfađi út um alla álfuna. Um skeiđ var ég í stjórn ţessara samtaka. Margt af ţessu fólki hefur síđan sest ađ hér í Berlín og sumir voru međ mér á ráđstefnunni um helgina. Suma hef ég hitt margoft frá ţví viđ störfuđum saman á sínum tíma en ađra hef ég ekki séđ í tíu til fimmtán ár. Ţađ er ţví mikiđ skálađ og gömul kynni rifjuđ upp.

Á ţessum tíma ferđuđumst viđ saman út um alla álfu. Austur-Evrópa var ađ opnast og allra augu voru á samfélögunum austan járntjaldsinsins. Viđ héldum margar ráđstefnur í ţessum löndum, minnistćđust eru ferđalög til Króatíu í miđju stríđi, Litháens og Hvíta-Rússlands sem var ţá enn gjörsamlega lokađ land. Berlín er ađ mörgu leyti táknmynd fyrir ţessa baráttu. Fólkiđ reif múrinn niđur međ berum höndum og nú gengur mađur á milli Vestur- og Austur Berlínar eins og ekkert sé sjálfsagđara. Allavega viđ höfum yfir heilmiklu ađ skála. Nú ćtla ég ađ loka tölvunni, rölta inn í Mitte og finna annađ kaffihús ţar, helst einhvers stađar í nálćgđ viđ hóteliđ mitt. Í kvöld ćtla ég svo ađ hitta nokkra vini í Prenszlauer Berg hverfinu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband