Leita í fréttum mbl.is

Aldursfordómar

Nú á tímum pólitísks rétttrúnaðar var það vissulega ekki heppilegt orðaval hjá Jóni Baldvin að kalla Þorgerði Katrínu "ljóskuna í Menntamálaráðuneytinu." Mér svelgdist meira að segja á kaffinu þegar ég heyrði krataleiðtogann aldna taka svona til orða í Silfri Egils um daginn. (Má maður annars ekki segja aldna?) Ég veit þó vel að orðalagið notar Jón ekki til að niðurlægja Þorgerði Katrínu. Þvert á móti held ég raunar. Hann bara talar svona. Margir karlar á hans aldri tala svona. Þeir meina ekkert niðrandi með því. Það var nú ekki eins og hann hefði sagst ætla að hafa hana með sér heim af ballinu.

Ég vissi hins vegar líka að nú myndi hneyklisaldan rísa í þjóðfélaginu. Sem hún gerði. Heilagt fólk náði ekki upp í nef sér af hneykslan yfir þeirri ósvinnu gamla mannsins að uppnefna menntamálaráðherrann svona. Jafnvel ágætustu stjórnmálamenn eins og Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Kári stukku upp á nef sér, náðu varla andanum.

Ég held að það sé rétt sem Bryndís Schram, kona Jóns, segir í Blaðinu í dag. Hér eru á ferðinni bullandi aldursfordómar. Í fyrsta lagi er býsnast yfir því að Jón sem eldri borgari sé enn að skipta sér af þjóðmálum. Í öðru lagi er býsnast yfir þvi að hann noti orðfæri sem hans kynslóð er tamt að nota. Er virkilega ætlast til þess að eldri borgarar haldi sig til hlés í þjóðfélaginu? Má það ekki vera með? Á sínum eigin forsendum? Fólkið sem nú ásakar Jón Baldvin um fordóma ætti að líta sér nær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband