Leita í fréttum mbl.is

The vodka effect

Blessuð sé minning hans. Boris Jeltsin var um margt óvenjulegur leiðtogi. Alþýðlegri en flestir aðrir leiðtogar á þessum slóðum. Ferðaðist til að mynda með almenningsstrætó þegar hann var borgarstjóri í Moskvu. Örlagadagur Jeltsin varð þegar harðlínumenn reyndu að ná völdum í Rússlandi á ný árið 1991 og sendu skriðdrekana inn í Moskvu. Jeltsin var vakinn eldsnemma um morguninn, þaut út á torgið og stökk umsvifalaust upp á einn skriðdrekann og hvatti sína menn til að berjast gegn harðlínumönnum. Það dugði og skriðdrekarnir snéru við. Sagan segir að Jeltsin hafi verið dauðadrukkinn þegar þetta var, að hann hafi aðeins verið búinn að sofa í klukkustund eftir langa drykkjunótt. Vodkaþátturinn hefur alltaf verið mikilvæg skýringabreyta í rússneskum stjórnmálum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband