Leita í fréttum mbl.is

Málefni og ómálefni

Stundum falla stjórnmálamenn og aðrir sem taka þátt í opinberri umræðu í þá freistni að vega að starfsheiðri manna eða gera mönnum upp annarlegar hvatir í stað þess að takast á við þann málflutning sem menn hafa fram að færa. Enda svo miklu auðveldara. Í nýlegri færslu á bloggsíðu sinni kaus Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að dylgja um fræðilegan heiður Guðmundar Ólafssonar, hagfræðings, í stað þess að láta duga að mæta rökum hans málefnalega. Birkir segir meðal annars:

"Ekki skyldi vera að málflutningur Guðmundar Ólafssonar helgist af því að ná fram pólitískum markmiðum frekar en að fjalla fræðilega um málaflokkinn? Skyldi kennsla hans í hagfræði við þessa háskóla vera með þessum hætti?"

Mér leiðist svona málflutningur og brá því á leik í færslu hér að neðan. Ég geri ráð fyrir að glöggir lesendur þessarar síðu hafi tekið eftir að þar er ekki á ferð mitt orðalag heldur afritaði ég einfaldlega færslu Birkis Jóns (þann hluta sem fjallaði um Guðmund) og skipti út nafni Guðmundar Ólafssonar fyrir hans eigið. Síðan staðfærði ég hans eigin málflutning og snéri upp á hann sjálfan. Ég sé að þessi litla æfing hefur vakið viðbrögð og svo virðist jafnvel sem sumir telji að stjórnmálamenn hafi rýmri rétt en annað fólk til að vera ómálefnalegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband