Leita í fréttum mbl.is

Um orðspor Alþingis og Framsóknarflokksins

Birkir Jón Jónsson, sem kynnir sig stjórnmálamann á Alþingi og í Framsóknarflokknum, fellur í þann grautfúla pytt sumra stjórnmálamanna sem þrýtur rök að ráðast að starfsheiðri manna. Ég get tekið undir með honum að menn eigi að vanda sig en er ósammála þeirri fáránlegu greiningu hans að Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, beri ábyrð á vanda Framsóknarflokksins. Það er áhyggjuefni fyrir orðspor Alþingis og Framsóknarflokksins að stjórnmálamaður á þeirra vegum skuli koma fram á völlinn með slíkar rangfærslur sem raun ber vitni. Ekki skyldi vera að málflutningur Birkis Jóns Jónssonar helgist af því að ná fram persónulegum markmiðum frekar en að fjalla pólitískt um málaflokkinn? Skyldi afgreiðsla hans á málefnum almennings á Alþingi vera með þessum hætti? Ég á bágt með að trúa því, en hvað á maður að halda? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband