Leita í fréttum mbl.is

Móðurlaus Brooklyn

Á leðinni til útlanda um daginn kom ég við í bókabúðinni í Leifstöð og greip ég með mér bók Jonathan Lethem, Móðurlaus Brooklyn, en bókin hafði fengið frábæra dóma í íslenskum fjölmiðlum. Ég las bókina í samgöngutækjum þriggja landa og reyndist það ágætis vettvangur fyrir þessa sögu. Bókin segir frá Lionel Essrog og félögum hans sem starfa við vafasama iðju í Brooklyn hverfinu í New York. Í aðra röndina er þetta óskup venjulegur krimmi en Lethem tekst að snúa svo rækilega upp á formið að sagan verður í raun mun stærri og merkilegri. Aðalsöguhetjan þjáist af tourette heilkenninu sem setur ansi sérstakan og kómískan blæ yfir söguna. Í flesta staði er þetta bráðskemmtileg lesning en það er samt eitthvað í flæði sögunnar sem truflaði mig eilítið við lesturinn. Niðurstaðan er því þrjár stjörnur, en stutt í þá fjórðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband