Leita í fréttum mbl.is

Ástæðulaust að atast í Agli

Ekki skil ég hvað stjórnendum 365 miðla gengur til með þessum málarekstri gegn Agli Helgasyni. Ef menn vilja frekar vinna annarsstaðar þá er voðalega vitlaust að þvinga þá til að vera áfram, þar sem þeir vilja ekki lengur vera. Það er vont fyrir alla. Jafnvont fyrir fyrirtækið og starsmanninn.

Þess fyrir utan þá sé ég ekki að Stöð 2 eigi mikið í Silfri Egils. Þátturinn hóf göngu sína á Skjá einum, á meðan sú stöð sýndi lítið annað en gamla Dallasþætti. Undanfarin ár hefur þátturinn svo verið vistaður hjá Stöð 2. Allir vita hins vegar að það er Egill sjálfur sem á þennan þátt, með húð og hári. Hann verður að fá að ráða því sjálfur hvar best er fyrir hann að hafa þáttinn. Vistarbönd virka illa í nútíma samfélagi, líka í sjónvarpi.


mbl.is Deila um hvort Egill hafi verið búinn að semja við 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband