Leita í fréttum mbl.is

Kjósendur gera upp hug sinn

Þessi skoðanakönnun sýnir að sá mikli fjöldi sem verið hefur óákveðinn í síðustu könnunum er óðum að gera upp hug sinn fyrir kosningarnar. Aðeins fjórtán prósent samtals eru nú óákveðnir, neita að svara eða ætla að skila auðu. Athyglisvert er að Samfylkingin bætir við sig fylgi í hverri könnuninni á fætur annarri. Flokkurinn er þó enn nokkuð frá kjörfyldi. Framsókn fer upp frá því í gær en nær þó ekki upp í sama fylgi og í síðustu viku. Kannski að stóra Jónínumálið hafi aðeins tímabundin áhrif. VG sígur hægt en örugglega niður aftur eftir að hafa farið með himinskautum undanfarnar vikur og mánuði. Sjálfstæðisflokkur hefur mælst hátt undanfarið og því ekki að undra að fylgið sígi aðeins. Annars er þetta allt eftir bókinni.
mbl.is Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband