Leita í fréttum mbl.is

Leiðin til Guantanamo

Sá loksins í gærkvöldi heimildamyndina Leiðin til Guantanamo. Leigði hana á Skjánum sem er by the way frábær þjónusta. Myndin fjallar um breska stráka  af pakístönskum uppruna sem Bandaríkjaher tók í misgripum fyrir hryðjuverkamenn í Afganistan og setti svo í fangelsi í Guantanamo búðunum á Kúpu. (Tveir þeirra komu til Íslands fyrir skömmu að kynna myndina). Meðferðin á föngunum einkenndist af fullkomnum skepnuskap amerísku hermannanna. Nánast hreinræktaðri illsku. Engin leið er að kalla meðferðina öðru nafni en pyntingar. Skelfilegar pyntingar. Svo svakalegar að enginn maður kemst heill frá slíkri reynslu. Enginn fanganna í Guantanamo hefur enn verið dæmdur fyrir nokkurn skapaðan hlut og mörg hundruð manns eru þar enn í haldi. Og þurfa enn að þola pyntingar. Líka í dag.

Nú er það svo að ríkisstjórn Íslands studdi - og styður enn - aðgerðir Bandaríkjastjónar í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þrátt fyrir allt það sem nú er vitað hafa íslensk stjórnvöld ekki enn mótmælt framferði Bandaríkjastjórnar. Við Íslendingar, hver fyrir sig, berum ábyrgð á eigin stjórnvöldum. Af þeim sökum er engin leið fyrir okkur að komast undan þeirri sáru staðreynd að við berum líka okkar ábyrgð á þessum skelfilegu pyntingum Bandaríkjahers.

Þetta er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband