Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Nei, danir láu víst ekki í því

Ég á engin orð til að lýsa þeim tilfinningalegu veðrabrigðum sem urðu á heimili mínu þegar danir stálu sigrinum í handboltanum áðan.

Þvílík vonbrigði!

Það eina sem gæti grætt sært Íslendishjartað er ef einhver útrásarvíkingurinn myndi kaupa Tívolí, strax í dag, og læti Stuðmenn spila Í bláum skugga á hverju einasta kvöldi, allt þar til við fáum annað tækifæri til að leggja kafrauða Baunana.

Hvernig er það, getum við ekki bara sett Björgólf í málið?


mbl.is Draumurinn úti í Hamborg - Danir sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú liggja danir í því

Danir eru sannfærðir um léttan sigur í handboltanum í kvöld. Telja litla fyrirstöðu í íslenska liðinu.

Danir hafa í raun aldrei haft nokkurn skilning á því að líf geti þrifst á Íslandi, sem þeir kalla gjarnan klettaeyjuna.

Þegar ég bjó í Danmörku vildu sumir þeirra endilega ræða við mig um þann mikla fjárstyrk sem þeir voru sannfærðir um að Ísland fengi enn frá dönsku ríkisstjórninni. Voru vissir um að Danir héldu lífinu í Íslendingum með einhverskonar félagsmálaaðstoð úr danska ríkiskassanum.

Það er þess vegna sem flestir danir skilja hreinlega ekki umsvif íslensku útrásarvíkinganna í dönsku atvinnulífi.

Nú verðum við að leggja allt í sölurnar og beygja bölvaða baunana í duftið í leiknum á eftir. Þá verður svo miklu skemmtilegra að spássera um á Strikinu. Og spjalla gorgeirslega við dönsku félagana frá námsárunum.


Er allt að verða vitlaust?

Moggabloggið er þjált og þægilegt tæki, líka fyrir menn eins og mig sem eru svolítið tæknihaltir.

Svo virðist sem allt sé að verða vitlaust í stjórnmálalífi landsins í aðdraganga kosninga, því getur verið gaman að hafa vettvang sem þennan til að taka þátt í blaðrinu.

Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt sig inn í þekkt mengi hægri þjóðernisflokka og í það minnsta þrír nýir hópar boða framboð, svokallað Framtíðarland og tveir hópar myndaðir úr allsvipuðu samkrulli aldraðra og öryrkja. Hingað til hef ég ekki talið að Framtíðarlandið ætti mikla möguleika. Hipp og kúl framboð úr 101 Reyjavík höfðar ekki mikið út fyrir eigin hóp. En ef við bætast þungaviktarmenn á borð við Jón Baldvin (sem fór mikinn í Silfri Egils í gær) og Ómar Ragnarsson (sem hefur farið mikinn í marga mánuði) lítur dæmið allt öðru vísi út.

Þá gæti dregið til tíðnda íslenskum stjórnmálum.


Íslenski þjóðarflokkurinn

Þegar fram kom um daginn tillaga að breyta nafni Frjálslynda flokksins í Flokk Frjálslyndra jafnaðarmanna gerði ég (á minni fyrri bloggsíðu) við það athugasemd. Þótti skrýtið að flokkur sem hvorki er frjálslyndur né jafnaðamannaflokkur vilji kenna sig við hvoru tveggja. Benti einnig á að þetta nafn er auðvitað löngu frátekið. Félag frjálslyndra jafnaðrmanna er nefnilega starfandi sem eitt aðildarfélaga Samfylkingarinnar og var þar áður hluti af Alþýðuflokknum eftir að Bandalag jafnaðarmanna gekk til liðs við þann ágæta flokk. Í færslunni stakk ég uppá flokkurinn gæti frekar tekið upp nafnið  Þjóðernissinnaðir íhaldsmenn. Þegar betur er að gáð er hins vegar annað nafn kannski mun nær lagi. Frjálslyndi flokkurinn sver sig í ætt við Danska þjóðarflokkinn og aðra þeim líka, því liggur kannski beinast við að taka upp nafnið Íslenski þjóðarflokkurinn. Eða hvað?

Frjálslyndir óstjórntækir

Niðurstaða varaformannskjörsins í Frjálslynda flokknum gerir að verkum að hann er orðinn óstjórntækur. Þjóðernisöflin hafa endanlega tekið flokkinn yfir. Gildir einu hvor Margrét Sverrisdóttir verður áfram í flokknum eða ekki, henni hefur verið hafnað sem leiðtoga að nokkru tagi innan flokksins. Málfutningur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar í málefnum innflytjenda hefur verið með þeim hætti að ómögulegt er fyrir Samfylkingu og Vinstri græna að vinna með flokknum í ríkisstjón, allavega á meðan Magnús er í stóli varaformanns. Kaffibandalagið er þar með að engu orðið. Líklegra að Samfylking og VG biðli til Framsóknar að kosningum loknum. Ef stjórnin fellur er þó líka möguleiki að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kippi Frjálslyndum upp í með sér, hafi þeir geð á því.


Kominn á moggabloggið

Um nokkra hríð hef ég bloggað, stopult, á slóðinni eirikurbergmann.hexia.net. Hexian er ekki alveg nógu notendavæn og því ætla ég að prófa moggabloggið. Ég er nú ekki virkasti bloggarinn á markaðinum. Ég skrifa reglulegan dálk í Blaðið og það dugir mér að mestu fyrir svona þjóðmálaþras. En það er gaman að hafa vettvang sem þennan til að slengja fram athugasemdum og hugmyndum. Sjáum hvað verður. En eldri færslur er semsé að finna hér: http://www.eirikurbergmann.hexia.net.

Um Eirík

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Stjórnmála- fræðingur


Nánari upplýsingar
www.eirikur.bifrost.is
Ritaskrá

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband